Það eykur áhorfið að búa til mikinn mun á fólkinu, gera einn góðan og annan vondan, einn duglegan, annan latan o.s.frv. Þá heldur fólk með þessum góðu og duglegu og horfir á og vonar að þeir vinni. Þar sem allt sem fer í þættina er klippt geta þeir alveg ráðið því hvernig fólk kemur út. Ég hugsa að fólk geri sér varla grein fyrir því þegar það fer í svona þátt hversu frægt það verður í smá tíma og hvernig álit fólk fær á því. Líka álagið að það sé alltaf verið að taka myndir af því. T.d....