Æðsta dýr í heimi, eða hvað.
Persónulega finnst mér maðurinn hrokafullt dýr sem hugsar ekki um annað en sjálfan sig, við erum bara dýr, við höfum þróast ein sog önnur dýr. Við segjum að við séum eina dýrið með tungumál, hvað vitum við um það, við séum eina dýrið með rökhugsun, nú getum við vitað hvað aðrir hugsa. Við þurfum að stoppa aðeins og hugsa, hvað ætlum við að gera þegar við verðum búin að eyðileggja plánetuna…. Flytja á aðra, hvað með ef tæknin verður ekki nógu mikil. Ef guð skapaði okkur (sem ég persónulega trúi ekki) þá gerði hann stór mistök, við eyðileggjum allt sem við komum nálægt, eftir nokkur ár verður vatnsskortur á jörðinni.. Við þurkumst út, en það verður bara gott fyrir aðrar tegundir, því að mörg dýr deyja út á hverjum degi, með hjálp okkar.
Það er ekki okkar að eiga jörðina, hún á sig sjálf og er svo góð að vera akkurat þannig að við og margar aðrar dýrategundir getum lifað. Hugsiði aðeins um þetta, reynum að nota umhverfisvænar vörur, löbbum eða tökum strætó ef við getum, hver einasti hlutur hjálpar!
Just ask yourself: WWCD!