Ungir Íslendingar Ég er hérna með þrjá hluti sem snerta börn og unglinga á Íslandi í dag.
Unglingar á aldrinum 15-20 hafa enga staði til að vera á. Það þarf að byggja einhver svona hús sem er kannski tölva, sjónvarp, spil, útvarp, það þarf ekkert mikið, bara stað til að hanga á þar sem er svolítið kósý. Það eru mjög margir sem nauðsynlega þurfa að komast burtu frá heimilinu sínu vegna slæms ástands eða bara vegna þess að þeim leiðist, þá getur maður kannski farið niður í bæ, til vina, hanga í sjoppum eða svipað, ég er nú ekki nema 18 sjálf þannig að ég þekki þetta alveg. En flestir sem ég þekki sem reykja eða eitthvað meira hafa einmitt byrjað af því þeim leiðist, og hanga úti og þá er þeim boðið og you know the rest. Það er alltaf verið að tala um hvað unglingar eru mikið til vandræða, ég held að okkur vanti bara staði til að vera á.
Svo er það um sjálfræðisaldurinn, eins og allir vita þá var hann hækkaður og urðu sumir mjög ánægðir með það, en aðrir öfugt, ég verð óánægð, það eru dæmi um að foreldrar séu að berja krakkana sína, misnota þá og margt. Þessir krakkar þurfa nú að þrauka tveimur árum lengur en áður. Það þarf kannski jafnvel ekki að vera svo slæmt, en það er mjög erfitt að vera unglingur og búa hjá foreldrum sínum. En auðvitað er þetta um að núna ráða þeir lengur og geta þess vegna sett mann á vog eða eitthvað ef með þarf. Mér finnst að milli 16 og 18 ætti að vera svona millibilsástand, maður mundi ráða sér sjálfur, en foreldrarnir mættu grípa inní ef þeim fyndist þörf á.
Útivistartími barna og unglinga er eftirfarandi:

Útivist barna 12 ára og yngri
Mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum.

Útivist barna 13-16 ára
Mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 24 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum.

Í báðum tilvikum er undanskilið bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
(Skv. 57. grein laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna)

Mér finnst þetta fáránlegt og ömurlegt, það er talað um að börn eigi að leika sér úti ekki bara hanga inni, en ég spyr, hvenær eiga þau að gera það? Skóli, kannski skóladagheimili, svo brasast kannski með mömmu og pabba, læra, borða, læra, úpps klukkan er orðin átta/tíu, ég kemst ekki út! Margir leyfa börnum sínum ekki að leika sér fyrr en þau eru búin að læra og mér finnst ekkert að því, en það verður að hugsa í samhengi, ekki bara koma með eina setningu hér svo aðra þar og þær stangast á!! Ekki banna að fara út, en samt hvetja til þess, leyfum börnunum að njóta æskunnar og ekki drekkja þeim í ofverndun og stressi! Maður er nú bara ungur einu sinni!
Just ask yourself: WWCD!