Það er frekar sæt kisa, svört og hvít, sem er búin að vera að hanga mikið fyrir utan húsið hjá mér. Þar sem fólk var hvort sem er farið að hringja bjöllunni hjá mér til að segja mér að kötturinn “minn” vildi komast inn þá fór ég bara að bjóða henni inn. Núna er hún farin að koma að glugganum og mjálma þegar hún vill koma í heimsókn. Ég gef henni stundum að éta og svo hoppar hún upp á borð og reynir að veiða fiskana mína.

Það sem ég var hins vegar að spá í var hvort það sé algengt að kettir fari í heimsóknir til nágrannanna. Samkvæmt hálsbandinu á “minni” kisu á hún heima í húsinu á móti. Haldið þið að ykkar kettir heimsæki fólk?