Ég hef oft lent í samræðum við fólk um þetta málefni, “Hvenær verður líf einstaklingur”, en þegar samræðurnar standa sem hæst byrja ég oft að hugsa; “Hvaða rétt höfum við til að ákvarða hvenær líf er orðið að persónu?”
Ég er ekki að segja að ég sé á móti fóstureyðingum, þær eru oft á tíðum nauðsynlegar, en þegar mæður eru byrjaðar að fara í ómskoðun til að athuga hvort eitthvað sé að barninu, og ákvarða útfrá því hvort það sé þess virði að eiga það, þá tel ég að fólk sé farið að ganga of langt.
Segjum sem svo að barn greinist þroskaheft strax í upphafi meðgöngu. Ok, mamman veit að barnið mun vera þroskaheft, en hún veit ekki hvort það geti orðið hamingjusamt, farsælt í lífi og starfi, eða hvort það mun verða heilbrigt að öðru leyti…á hún rétt á að eyða því bara því það er þroskaheft?, og ef hún eyðir því, er hún þá að eyða bara einhverju fóstri, eða er hún að eyða persónu í mótun, með eigin persónuleika, tækifæri og framtíð…
Maður ræður ekki hver maður er, en hefur einhver rétt til að ráða hvort maður sé til eða ekki?