Við erum nú þegar aðilar að alþjóðlegum samningi um afnám kynþáttamisréttis og höfum þar með skuldbundið okkur til að stunda ekki slíkt misrétti. Þar að auki kveður á um jafnrétti allra án tillits til kynþáttar, uppruna ofl. í okkar eigin stjórnarskrá. Það er því ekki svo einfalt að við gætum bara valið út hvíta innflytjendur eða sent úr landi fólk af öðrum kynþáttum ef okkur dytti það í hug. Þar að auki, ef allt þetta fólk færi, hver á þá að vinna á spítölunum, elliheimilunum, í...