Áfengi Hvers vegna er ekki leyft að selja áfengi í matvöruverslunum? Er það svo að ríkið geti okrað á okkur og haft áfengið eins dýrt og því sýnist? Er það svo að það sé erfiðara að nálgast áfengi fyrir unglinga? Ég sé ekki góða ástæðu fyrir því. Mér finnst sjálfsagður hlutur að geta keypt til dæmis borðvín og bjór þegar ég kaupi í matinn. Þetta er bara eins og hver annar varningur. Það má nú selja fíkniefni (sígarettur) í búðum… Svo vildi ég líka nefna bann við áfengisauglýsingum… Hvers vegna? Er virkilega búist við því að séum svo superficial að við föllum fyrir hverri einustu vöru sem auglýst er? Ég vona nú bara ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki tekið eftir því að ég kaupi frekar vörur sem eru mikið auglýstar. Eða er kannski einhver önnur ástæða fyrir því að það sé bannað að auglýsa bjór? Er ríkið kannski hrætt um að unglingar vilji frekar drekka áfengi ef það er mikið auglýst? En svo vildi ég einnig tala um áfengisaldurinn… Mér finnst hann of hár, krakkar kaupa þá bara frekar landa eða hass, þar sem það er auðveldara að nálgast það. Maður er sjálfráða 18 ára. Þá má maður gifta sig, kaupa sígarettur, kjósa og flest annað, en ekki fara á skemmtistaði, né kaupa áfengi.
Þá held ég að ég láti þetta duga í bili.
Just ask yourself: WWCD!