í gamla dag þegar ég var ung/ur þá léku börn sér úti og þau voru í boltaleikjum og feluleikjum og parís og að gera prakkarastrik og að vera drullug upp fyrir haus og fengu marbletti og …………
Já og það var bara altt í lagi og við vorum ekkert alltaf að drekka kók eða éta nammi eða neitt þannig og þa´voru til foreldrar sem nenntu að koma út eða gáfu sér tíma til þess. Hvað varð um það líf??? Núna eru börnin sett fyrir framan tölvuna og sjónvarpið með nammipoka og beðin vinsamlegast um að láta ekki fara of mikið fyrir sér.. Þetta er ekkert sniðugt.

Þetta eru ekkert skemtilegir krakkar.
ÞAu eru bara komin með vömb af spiki og gleraugu og það vantar allan gleðiglampa.

Foreldrar takiði krakkana með ykkur út - dragið fram hlaupahjólin, línuskautana, hjólin, og farið á námskeið í hestamennsku, farið upp á Esju, plantið saman blómum út í garði, sáið fræjum, biggjið kofa út í garði,

Sleppið því að fara í ræktina og ræktið samband ykkar við börnin og hamist í einhverju skemmtilegu með þeim.

Kennið þeim að tjútta í sofunni, bakið köku á sunnudögum og spurjið hvað þau vilja í matinn og ekki leifa þeim að ráða nema þau segi fiskibollur eða grænmetissúpu, ……….


Elskið börnin ykkar og þá munið þið sjálf blómstra ..Það er ekki bara að finna holla hreyfingu á líkamsræktarstöðvum. Hún fellst líka í því að vera súper skemmtilegt foreldri þar sem börnin í næsta nágrenni eru farin að þyrpast í kringum þig líka til að spila fóptbolta í garðinum eða veiða fiðrildi og hornsíli.


Hugsum um þetta og gerum svo e-ð stórkostlegt í því.