Ég var áðan hjá háls-nef og eyrna lækni til að skoða beinnabba sem er að vaxa báðum megin í gómnum mínum, ég vildi láta skoða þetta því það er alltaf hætta á að svona hlutir séu krabbamein, sem betur fer sagði hann mér að ég ætti ekki að haf áhuggjar, húðin yfir því væri það slétt og mjúk að það væru litlar líkur á því að þetta væri krabbi, en hann sagði mér annað, það að það væri allir með svona, bara svo lítið hjá flestum að maður fyndi ekki fyrir því, ég til dæmis tók bara eftir þessu fyrir tveimur mánuðum en hann sagði að ég hefði líklega verið alltaf með þetta! mér fannst þetta svo skrýtið að ég ákvað að senda inn grein og biðja ykkur að þreifa um með tungunni í efri gómnum og athuga hvort þið séuð með svona, ég veit að þetta er svolítið asnalegt :) en ef þið vilduð vera svo góð.
Svo sagði hann að ég væri með exem í eyrunum og að 90% allra á íslandi væru með svoleiðis, eruð þið með exem?
Just ask yourself: WWCD!