Núna er hún mamma mín á Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði.
Hún er að fara í aðgerð á morgun, það þarf að fjarlægja úr henni legið. Hún segir mér að þetta sé ekki mjög hættuleg aðgerð en ég get ekki annað en haft áhyggjur af henni mömmu minni, maður á nú bara eina! Í fyrramálið verður hún skorin upp, svo kemur hún heim á fös-lau og verður svo í a.m.k. 6 vikna veikindafríi og má ekkert gera mikinn hluta af því. Þegar hún fór áðan, þá fór ég að gráta, ég veit ekki hvða ég mundi gera án hennar, litlu mömmu minnar, ég trúi ekki á guð en það gerir hún, þannig að ef þú ert góðhjarta manneskja að lesa þetta sem trúir á guð mundir þá kannski vilja muna eftir henni í bænum hennar svo að allt fari nú vel? æi ég vona það, hún og ég þurfum allann þann stuðning sem hægt er að fá!! Með fyrirfram þökk, áhyggjufulla dóttirin.
Just ask yourself: WWCD!