Jæja fólk.
Enn einu sinni hefur Vífilfell komið með sumarleik.
Fyndið hvernig allir bölva þessum leik í gegn og segja að þeir vinni hvort sem er ekkert og þessi leikur sé bara asnalegur en samt er brjáluð söluaukning í hvert skipti sem leikurinn fer í gang.
Og ég hef tekið eftir því að fólk í matvöruverslunum tekur einungis þessar með gulu tappana.

Og annað sem mér finnst soldið skondið.
Það var gerð könnun þar sem unglingar voru spurðir hvort auglýsingar hefðu áhrif á þau og rúmlega 90% sögðu að auglýsingar hefðu engin áhrif á þau en samt eykst salan í hvert skipti sem ný Coke auglýsing kemur út.

Getur fólk ekki viðurkennt að öll þessi sölut“tricks” virki á þau?
Vífilfell er bara ótrúlega gott dæmi um auglýsingarmátt.
Það ástæðan fyrir yfirburðum Vífilfells yfir Ölgerðinni og Pepsi.
Samkvæmt “Pepsi Challenge” var Pepsi bragðbetra en Coke og helstu kókþambararnir rugluðust.
Þó maður fari ekki strax og kaupi sér Coke þegar maður sér auglýsinguna þá plantast fræ í hausnum á manni sem hvetur mann til að kaupa sér kók næst þegar maður er í sjoppu eða verslun.