Stundum bara get ég ekki farið fram úr rúminnu. Ég sé bara engann tilgang í því. Ég ligg bara og hugsa hvað allt sé ómugulegt og leiðinlegt. Aðra daga er ég alveg hress og sé alveg billjón sem eru skemmtilegir og bara bíða eftir að ég komi og geri þá og ég fæ mikla ánægju út þeim.Hina dagana er ég alveg humyndar snauður ekkert bíður eftir mér og allt sem ég geri er glatað ljót og leiðinlegt. Stundum þegar horfi í spegill sé ég hressann fallegann ungann og hraustann mann. Aðra daga get ég ekki horft framan í sjálfan mig ég sé bara feitann ljótann myglaðann gaur sem er ekkert annað ræfill og aumingi. Stundum þegar ég reyni að tjá mig kemur allt rétt út og ég næ virkilega athygly fólks og það hlustar og skilur mig. Aðra daga næ ég bara ekki því úr hausnum á mér hvað ég sé ansalegur þegar ég tala og ég svitna bara og stama og kem ekki upp úr mér einu orði. Ég hef oft reynt að tala um þennann vanda við fólk og eina sem það segir er að hrista þetta af mér og hætta þessu væli, ég vildi að ég gæti það en stundum er óttinn og kvíðinn svo mikill að ég get ekkert að því gert.