Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Að vera góður viðskiptavinur (7 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nú hef ég í mörg ár unnið við afgreiðslu og þjónustustörf hér á landi og annarsstaðar á hinum ýmsu stöðum. Mér hefur á þessum tíma lærst ýmislegt um hegðan fólk og aðalega það hvernig á ekki að vera þegar maður er viðskiptavinurinn. Hér koma nokkur dæmi um hvað á að gera og hvað ekki: - Þegar beðið er í röð er æskilegt að bæði vera búin að ákveða hvað kaupa skal (t.d. hvaða mynd maður ætlar á í bíó) og vera búinn að taka upp veskið og finna til rétta kortið eða peninginn. Einhvernvegin tekst...

Hversu mikið veistu núna um Star Wars? (23 álit)

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Seinasta vetur póstaði ég hérna nokkrum vel völdum spurningum úr episode 4, 5 og 6. Ég hef ákveðið að breðga á leik á ný og sjá hvort ykkur gengur betur í þetta skiptið. ;) Sú nýbreytni er þó núna að ég ætla að skipta þessu í tvo flokka, léttan og erfiðan. Léttar 1. Hvaða geimverutegund er C-3PO að vísa til þegar hann segir “Do you think they'll melt us down?” 2. Hver skynjaði nærveru Luke Skywalkers um borð í skutlunni Tydirium? 3. Hver átti ógeðslegan “eðlu-apa” að nafni Salacious Crumb...

Íslendingar sem túristar (14 álit)

í Ferðalög fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég ætlaði fyrst bara að svara greininni hérna á undan en þetta er miklu skemmtilegra :) Þannig er mál með vexti að ég var í sumar og vor að vinna á veitingastað á Playa de Palma, Mallorca. Staðurinn er vel staðsettur með öll stærstu Íslendingahótelin í kring um sig en annars er þetta eins og margir kannski vita alger Þjóðverjanýlenda. Kúnnahópurinn skiptist mest á milli Hollendinga og Þjóðverja en fólk frá Skandinavíu skipar restina ásamt einstaka Spánverjum og Ítölum. Hollendingar eru...

Hundahald á Mallorca (15 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég er stolt af tví ad vera hundaeigandi. Ég á yndislega litla íslenska tík og hún er augasteinninn minn. Seinasta apríl flutti ég til Mallorca til ad vinna yfir sumartímann og er hún í possun hjá fjolskyldunni minni á medan. Ég sársakna hennar og tad er sérstaklega erfitt ad vera án hennar hér á tessu svaedi. Tad virdast nefnilega allir eiga hund hérna. Á hverjum einustu svolum er hundur, onnur hver manneskja labbar um med hund og teir eru allstadar. Eini stadurinn sem ég hef séd med skilti...

Hvað eru skólayfirvöld að spá? (8 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég sat með tvem vinkonum mínum á kaffihúsi í dag og við vorum eins og venjulega að leysa vanda heimsins þegar að talið barst að skólakerfinu. Mamma annarar vinkonu minnar er kennari á gagnfræðaskóla stigi og hefur verið í skriljón ár þannig að vinkona mín er vel inni í því sem er að gerast. Allavega … Við fórum s.s. að ræða námsgetu og jafnan rétt allra á námi við hæfi og komst ég að því að nú er búið að banna á Íslandi að skipta börnum niður eftir getu og ekki nóg með það heldur má bara...

Málfar (18 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég ætla að hafa hér nokkur orð um málfar og stafsetningu hér á Huga. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru ekki allir hér búnir að ljúka grunnskóla og eru þar af leiðandi ennþá að læra stafsetningu og málfræði og ég geri mér líka grein fyrir því að sumir eru lesblindir. En mér er alveg sama! Málfarið hérna og stafsetningin er svo endalaust mikið til skammar að mig stingur í augun. Hér eru nokkur dæmi um vitleysur sem ég fann hér á Huga: einkanir - einkunnir eikkað - eitthvað (allt of...

Bloody Mary (3 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
En og aftur ætla ég að fjalla um kokteil. Að þessu sinni er það Bloody Mary. Uppruni Bloody Mary er ekki ljós og nokkrar sögur eru til. Ein segir t.d. að franskur barþjónn í París hafi fundið hann upp um 1920 og önnur segir að enskur barþjónn í London hafi gert það og skírt eftir Mary, Queen Tudor sem var kölluð “Bloody Mary”. Standard Bloody Mary drykkur er samansettur af vodka, tómatdjús og kryddi. Hlutföll og kryddtegundir eru hinsvegar mismunandi eftir uppskriftum. Svona lærði ég að gera...

Hversu vel þekkirðu Star Wars í raun og veru??? (44 álit)

í Sci-Fi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hérna koma nokkrar spurningar úr episodes 4, 5 og 6 teknar úr Star Wars Trivial Pursuit. Gaman að vita hversu mörgum þið náið að svara rétt! ;) What was the number of Princess Leia's detention block? Who's the first character seen in The Empire Strikes Back? What's Princess Leia's last line in Star Wars: A New Hope? What space creatures have suction-cup mouths and two eyes on stalks? Who destroyed the second Death Star's power regulator? How many pilots man the controls of an Imperial scout...

Hvernig ert þú á djamminu??? (52 álit)

í Djammið fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Einstaklingar eru jafn mismunandi eins og þeir eru margir en þegar fólk er í glasi er mjög auðvelt að draga það í dilka. Hér koma nokkrar algengar tegundir fólks sem má finna á skemmtistöðum borgarinnar. Hvar finnurðu sjálfa/n þig? Fastagestirnir: Yfirleitt stelpur, koma hverja helgi og þekkja alla dyraverðina og suma barþjónana líka (samt bara strákana)og sérstaklega dj-ana. Lonerinn: Það kemur alltaf að minnsta kosti einn svona gaur á hverju kvöldi. Hann stendur einn við barinn og drekkur...

Mojito (14 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mojito er án efa vinsælasti drykkur sumarsins 2003. Hann er frábærlega frískandi og frábrugðin öðrum hefðbundnari drykkjum. Mojito kemur frá Kúbu og er sprottinn upp úr öðrum drykk, Draque. Á miðri nítjándu öld var upprunalegri uppskrift Draque breytt þannig að rommi var bætt við og Mojito varð til. Drykkurinn varð strax vinsæll um alla Kúbu og um 1920 var hann óopinberlega þjóðardrykkurinn. Til eru margar útgáfur af drykknum en flestar samt svipaðar. Bacardi romm-framleiðandinn gefur upp...

Cosmopolitan (12 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mig langar að fjalla pínulítið um þennan alræmda drykk sem nú til dags er kenndur við Sex and the city píurnar. Uppruna drykksins þekki ég því miður ekki (þrátt fyrir að hafa leitað) en ég hef heyrt að hann hafi verið fundinn upp af Absolut fyrirtækinu á níunda áratugnum. Hann hefur ekki notið neinna sérstakra vinsælda fyrr en núna. Vinsældirnar má eins og fyrr sagði þakka Carrie og vinkonum hennar sem sötra þetta eins og vatn. Cosmopolitan er samt langt frá því að vera eitthvað vatn! Hér...

Drykkir (39 álit)

í Djammið fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ef ég myndi spyrja hérna “hvað drekkuru helst á djamminu?” þá myndu flestir ábyggilega svara “bjór”. Það er nottla ekkert að því (enda bjór alveg eðal drykkur) en ég velti því fyrir mér afhverju við Íslendingar erum ekki fjölbreyttari í drykkjuvenjum. Ég fór til New York til að læra að vera barþjónn og vinn núna á skemmtistað um helgar (reyndar fleiri en einum). Hér kaupa langflestir bjór eða Breezer eða skot, þar kaupir fólk allt mögulegt (fer samt eftir börum). Ég geri mér grein fyrir því...

Töfralausnir (7 álit)

í Heilsa fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Offituvandamálið er alltaf að verða stærra og stærra hérna á Íslandi og fólk er alltaf að leita að einhverri töfralausn til að grenna sig. Sumir éta bara duft og pillur og aðrir “cutta” út kolvetni eða fitu eða prótein og enn aðrir prófa einhverja aðra vitleysu. Ég er búin að missa 16 kg undanfarna mánuði. Vitiði hvað ég gerði? Ég skipti yfir í hollt mataræði og hreyfði á mér rassgatið. Þetta er ekkert flóknara en það. Reyndar er þetta mjög einfalt dæmi. Líkaminn brennir ákveðnum fjölda...

Raunasaga framhaldsskólanema (31 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þegar ég var í grunnskóla var ég toppnemandi og fannst ekkert meira spennandi en að byrja í framhaldsskóla. Ég vissi alveg hvaða skóla ég ætlaði í og gat ekki beðið. Fyrsta árið var draumur að rætast. Nýjir vinir (loksins), kærasti á seinasta ári (í stjórn og allt) og frábært félagslíf. Reyndar gekk námið ekki eins vel og við mátti búast af mér en ég hugsaði alltaf með mér að þetta myndi reddast. Annað árið var allt önnur saga. Nýr bekkur, besta vinkonan farin sem skiptinemi og kærastinn...

Um Verzlógellur og verra fólk! (37 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég er tvítug og var í Verzló. Ég kláraði hann aldrei heldur hætti seinasta vor af fúsum og frjálsum vilja. Ég á vinkonur sem voru og eru í Verzló, MR, FB, MK, FÁ ofl. skólum. Einnig var ég lengi vel að vinna með stelpum úr hinum ýmsu skólum og á ýmsum aldri. Ég ber mikinn kala til Verzló og er því enganvegin smituð af áliti Verzlinga á eigin skóla. Þessu vil ég koma á framfæri: Í öllum skólum sem til eru á Íslandi fyrirfinnast margar týpur af stelpum. T.d. í mínum bekk (c.a. 15 stelpur og 1...

Japanese Spitz (12 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hér eru smá upplýsingar um Japanese Spitz sem var sýndur í fyrsta sinn hérlendis á seinustu sýningu. Uppruni Japanese Spitz er talin vera frá German White Spitz sem barst til Japan 1920 í gegn um Síberíu og Norð-Austur Kína. Tegundin var fyrst sýnd í Tokyo 1921. Árið 1925 voru 4 hundar innfluttir frá Kanada og til 1956 voru innfluttir hundar frá Kanada, USA, Kína og Ástralíu. Úr afkvæmum þeirra var svo ræktað til að bæta tegundina. 1948 setti Japanski ræktunarklúbburinn ræktunarviðmið og...

Besti vinurinn (15 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mig langar til að deila með ykkur hugleiðingum mínum um það að eignast loksins hund. Mig er búið að langa í hund í 20 ár eða síðan ég fæddist. Mamma mín hinsvegar er ekki hrifin af dýrahaldi almennt þannig að ég fékk alltaf þvert nei ef ég spurði. Ég þurfti að láta mér annara manna hunda nægja og er minningin um Kollu, íslenskan fjárhund, sterkust. Hún var yndisleg tík, gáfuð og falleg og gerði aldrei flugu mein. Ég horfði alltaf öfundaraugum á fólk með hunda og þráði að eignast einn sjálf....

Börnin í dag (12 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þessi grein er svolítið í ætt við “börnin blóta” en mig langar til þess að fólk eldra en 15 ára tjái sig svolítið um þetta. Ég á systur sem var að byrja í 7. bekk núna í haust. Hef ég verið að fylgjast með henni og vinkonum hennar í svolítinn tíma og ég verð að segja að mér blöskrar oft. Síðan þær voru 9 og 10 ára hafa þær verið að “deita” stráka og í kossalátum og svoleiðis (og þá er ég ekki að tala um saklausa leiki), þær hafa verið að mála sig og eru núna komnar með g-strengs æðið. Einnig...

2 sniðugar bækur (2 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mig langaði að benda ykkur á 2 þrælsniðugar bækur. Handbók heimilisins og Heimilishandbókina. Þær eru mjög svipaðar en samt gaman að skoða báðar og uppfullar af fróðleik. Handbók heimilisins er töluvert ýtarlegri og fjallar m.a. um öll þrif og þvotta, matseld, viðhald, saumaskap, ummönnun barna, umhirðu gæludýra, öryggi og heilbrigði, stærðir á fatnaði, mál og vog, hagræðingu á heimilum ofl. ofl. Svo er nottla fullt af húsráðum og sparnaðarráðum. Sérstaklega þægileg bók fyrir fólk eins og...

Framhaldsskólar og stúdentspróf (10 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég hef lengi verið að pæla í því hversu mikilvægt stúdentsprófið er fyrir Íslensku þjóðinni. Mér virðist sem allir í kringum mig séu stöðugt að tönglast á því að klára stúdentsprófið til þess að geta lifað almennilegu lífi. Ok í fyrsta lagi, hvað er almennilegt líf. Einskorðast það við góðar tekjur, einbýlishús og flottan bíl eða hamingju í starfi eða eitthvað annað? Í öðru lagi, hvernig gefur stúdentsprófið okkur lykilinn að “almennilegu lífi”? Kannanir hafa sýnt að stúdentspróf eykur ekki...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok