Ef ég myndi spyrja hérna “hvað drekkuru helst á djamminu?” þá myndu flestir ábyggilega svara “bjór”. Það er nottla ekkert að því (enda bjór alveg eðal drykkur) en ég velti því fyrir mér afhverju við Íslendingar erum ekki fjölbreyttari í drykkjuvenjum. Ég fór til New York til að læra að vera barþjónn og vinn núna á skemmtistað um helgar (reyndar fleiri en einum). Hér kaupa langflestir bjór eða Breezer eða skot, þar kaupir fólk allt mögulegt (fer samt eftir börum).
Ég geri mér grein fyrir því að áfengisverðið hér er hátt og flestir telja bjór ábyggilega bestu kaupin … en samt ekki! Ef við pælum aðeins í þessu þá kostar t.d. einfaldur í kók 700 og stór bjór 600 en áfengismagnið í fyrrnefnda er meira og ef við erum að tala um kokteil sem kostar kannski 1200 þá er áfengismagnið mun meira og Breezer kostar alveg 850 sem er á við kokteil í verði.
En það nottla pæla ekkert allir í þessu bara út frá áfengi og verði. Auðvitað finnst sumum bjór bara góður og ekkert meira með það. En fjölbreytnin er svo mikil. Það er hægt að blanda óteljandi kokteila og alls ekki allir eru bleikir og sykursætir. Hér heima panta flestir Sex on the beach, Mojito, White Russian og kannski Cosmopolitan. En það eru til svo miklu miklu fleiri! Hver hefur t.d. heyrt um Madras, Metropolitan, Blue smurf piss, WooWoo, Chocolate martini, Surfer on acid eða Melon ball??? Svo þessir sem margir hafa heyrt um en þora ekki að prófa eins og t.d. Bloody Mary (sem er bara snilld) og þessir sígildu eins og Martinis og Manhattans, Long island iced tea, Tequila sunrise ofl. ofl. Ég er að segja ykkur það, úrvalið er endalaust.
Ég myndi vilja sjá fólk leika sér meira með fjölbreytnina. Ég skora allavega á alla hér sem ætla að djamma um helgina að prófa að panta sér alvöru kokteila á barnum ;)