Ég sat með tvem vinkonum mínum á kaffihúsi í dag og við vorum eins og venjulega að leysa vanda heimsins þegar að talið barst að skólakerfinu. Mamma annarar vinkonu minnar er kennari á gagnfræðaskóla stigi og hefur verið í skriljón ár þannig að vinkona mín er vel inni í því sem er að gerast.
Allavega …
Við fórum s.s. að ræða námsgetu og jafnan rétt allra á námi við hæfi og komst ég að því að nú er búið að banna á Íslandi að skipta börnum niður eftir getu og ekki nóg með það heldur má bara ekki skipta þeim neitt niður! Þá er ég að tala um að börn sem eru blind, heyrnarlaus, mállaus, útlensk, einhverf o.s.frv. mega ekki lengur vera í sérdeildum. Hvað er það??? Hvernig getur þetta hjálpað börnunum? Erum við ekki að ganga aðeins of langt í þessari “jafnréttisstefnu”?
Ég meina ég man nú hvernig það var að vera í grunnskóla og kennarinn átti fullt í fangi með að sjá um bekkinn þegar hann var fullur af venjulegum krökkum sem þurftu ekki neina séraðstoð. Á sami kennarinn núna að fara að sjá um einhverfa og blinda líka á sama tíma?
Eins og ég sé þetta þá kallar þetta bara á það að afburðanemendur verða enn meira undir og fá ekki verkefni við hæfi og þeir sem venjulega þyrftu meiri aðstoð fá hana ekki vegna “aukinnar samkeppni”.
Ekki get ég heldur ímyndað mér að það sé gaman að vera nýbúi og skilja ekki stakt orð í íslensku og þurfa að sitja með 20 venjulegum íslenskum börnum í bekk. Eða að vera blindur eða heyrnarlaus í sömu stöðu. Væri ég þá allavega frekar til í að vera með jafnokum mínum.
Ég var einmitt í grunnskóla sem hafði einu blindradeildina á íslandi og það var ein stelpa sem sat oft með okkur í tímum og það var mjög erfitt bæði fyrir hana og kennarann og stundum okkur hin.
Ég bara skil ekki þessa stefnu íslenskra skólayfirvalda. Reyndar er voðalega fátt í þeirra stefnu sem ég skil yfirhöfuð en ég ætla nú ekki að fara að slá metið í lengstu greininni hér á Huga.is.