Þegar ég var í grunnskóla var ég toppnemandi og fannst ekkert meira spennandi en að byrja í framhaldsskóla. Ég vissi alveg hvaða skóla ég ætlaði í og gat ekki beðið.
Fyrsta árið var draumur að rætast. Nýjir vinir (loksins), kærasti á seinasta ári (í stjórn og allt) og frábært félagslíf. Reyndar gekk námið ekki eins vel og við mátti búast af mér en ég hugsaði alltaf með mér að þetta myndi reddast.
Annað árið var allt önnur saga. Nýr bekkur, besta vinkonan farin sem skiptinemi og kærastinn kominn í háskólann. Ég sat eftir ein með náminu. En námið var leiðinlegt og ég var búin að læra að skrópa. Það var sama hvað ég reyndi að taka mig á, áhuginn fyrir “draumaskólanum” dvínaði stöðgut og ég toppnemandinn var farin að farin að fá tossa orð á mig. Kennararnir hötuðu mig og bekkurinn þekkti mig ekki. En ég náði og hélt áfram.
Þriðja árið var skárra. Ég eignaðist vinkonur í bekknum sem hvöttu mig áfram og námsárangurinn skánaði. Ég mætti betur og einkunirnar hækkuðu. Þá kom verkfall. Engin jólapróf og frí í meira en mánuð. Eftir það lá leiðin aftur niður á við. Ég reyndi og reyndi en ekkert gekk upp og ég endaði í falli. Þó vildi svo skemmtilega til að ég náði prófunum en féll á mætingu. Þessi “draumaskóli” er nebbla með svo skemmtilegt kerfi að þetta þýddi að ég þyrfti að taka þriðja árið aftur. Þetta var reyndar soldið sérstakt fall þar sem mætingarkerfið hafði verið í hakki allan veturinn (bestu nemendur voru skyndilega með 20 skróp sem aldrei höfðu verið framin) og verkfallið hafði sett strik í reikninginn þar sem ekki var hægt að gefa réttmætar árseinkunnir (jólapróf gilda nebbla 30-40% af þeim).
Ekki þótti ástæða til að taka tillit til þess í mínu tilfelli þrátt fyrir að það munaði aðeins 0,4 að ég næði og ég hefði sannanir fyrir því að ég hefði mætt í marga af þeim tímum sem skráðir voru sem skróp.
Ég tók því þriðja árið aftur.
Það gekk enn verr. Eina ánægjan sem ég hafði af skólanum var lítið starf sem ég hafði í söngleik nemendafélagsins en ég var svipt því vegna þess að ég gerði tilraun til að vera í fjarnámi í 2 mánuði.
Nú var endanlega búið að stimpla mig sem aumingja og tossa og engan stuðning var að fá neinsstaðar. Þessi skóli vill nebbla að ég held bara losna við fólk eins og mig. Eina manneskjan sem studdi mig var elsku námsráðgjafin en kennararnir hlustuðu ekkert á hana. Ég var bara aumingi.
Um áramótin greindist ég svo alvarlega þunglynd og fór á lyf. Lyfin orsökuðu svefntruflanir og mætinginn versnaði enn meir. Þrátt fyrir vottorð frá geðlækni og heimilislækni ákvað skólin að taka ekki tilit til veikinda minna í sambandi við mætingu og kennaraeinkunn. Það var endanlega búið að dæma mig og í mars ákvað ég að hætta.
Það var besta ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni. Í 3 ár hafði skólinn (ásamt öðru) orsakað þunglyndi á háu stigi og þessi einstaki skóli gerði alltaf illt verra í staðin fyrir að reyna að styðja mig í erfiðleikum og beina mér á rétta braut.
En þann dag í dag er þessi skóli að skaprauna mér. T.d. þá bað ég um afrit af einkunnunum mínum til að láta meta mig inn í annan skóla og það sem ég fékk frá þeim voru 2 blöð. Annað með einkunnunum mínum frá fyrsta og öðru ári og hitt með engu nema þeim skilaboðum um það að ég væri fallisti. Fyrir þeim var ég greinilega bara í 2 ár í skólanum ekki 4.
Í þessari frásögn minni hef ég sleppt ýmsum atriðum sem myndu lengja söguna en ég get sagt ykkur að þau bæta ímynd skólans ekki neitt.
Ég nafngreini skólann ekki því ég vil endilega að þið giskið á það hvaða skóli fer svona með nemendur sína.
Og endilega segið mér hvort ykkur finnst þetta réttlætanlegt af skólanum.
Ég nebbla veit vel að ég get sjálfri mér kennt um mína ógæfu en mér finnst eins og skólinn hafi aldrei svo mikið sem reynt að rétta út hjálparhönd.

Share your thoughts with me!

(nenni samt ekki að lesa barnaleg og dónaleg comment ….. er að leita eftir málefnalegri ummræðu!!!)