Þessi grein er svolítið í ætt við “börnin blóta” en mig langar til þess að fólk eldra en 15 ára tjái sig svolítið um þetta.
Ég á systur sem var að byrja í 7. bekk núna í haust. Hef ég verið að fylgjast með henni og vinkonum hennar í svolítinn tíma og ég verð að segja að mér blöskrar oft. Síðan þær voru 9 og 10 ára hafa þær verið að “deita” stráka og í kossalátum og svoleiðis (og þá er ég ekki að tala um saklausa leiki), þær hafa verið að mála sig og eru núna komnar með g-strengs æðið. Einnig hafa þær verið að ganga í fötum sem að mínu mati ýta undir það að óheilbrigðir menn úti í bæ líti á börn sem kynverur.
Það er hart tekið á þessum hlutum heima hjá mér en systir mín líður líka fyrir það. Hún verður fyrir aðkasti. Hversu fáránlegt er það???
Það má líka nefna að það er FÁRÁNLEGT að g-strengir skuli fást í stærðum fyrir svona ungar stelpur.
Hvar nálgast stelpur á þessum aldri snyrtivörur? Hvar læra þær að nota þær? Til hvers eru þær að ganga í g-streng? Til að fela vpl???
Þurfa foreldrar og eldri systkyni ekki að fræða þær aðeins um þetta og kenna þeim? Sýna þeim að það er nógur tími fyrir þetta allt saman í framtíðinni en ekki fyrir leikina.
Endilega segið mér ykkar skoðun á þessu.