Einstaklingar eru jafn mismunandi eins og þeir eru margir en þegar fólk er í glasi er mjög auðvelt að draga það í dilka. Hér koma nokkrar algengar tegundir fólks sem má finna á skemmtistöðum borgarinnar. Hvar finnurðu sjálfa/n þig?

Fastagestirnir: Yfirleitt stelpur, koma hverja helgi og þekkja alla dyraverðina og suma barþjónana líka (samt bara strákana)og sérstaklega dj-ana.

Lonerinn: Það kemur alltaf að minnsta kosti einn svona gaur á hverju kvöldi. Hann stendur einn við barinn og drekkur og reynir við kvennkynsbarþjónana þar til hann er orðinn mökkölvaður og fer heim.

Námsmennirnir: Krakkar sem eru annaðhvort í framhaldsskóla eða háskóla og eiga engann pening. Koma á barinn og kaupa það ódýrasta eða skipta með sér einum bjór.

Spíttararnir: Nafnið segir sig sjálft.

Djammararnir: Dansa vilt og galið og er nokkuð sama um verðið á drykkjunum.

Ellismellirnir: Mamma og pabbi á djamminu. Verst bara að þau kunna þetta ekki lengur og eru mökkölvuð og öllum til skammar.

Upparnir: Lookið skiptir þessa meira máli en að skemmta sér vel og þeir eru alltaf erfiðir á barnum.

Súpergellurnar: Flottustu gellurnar á svæðinu, can't touch this! Eru samt yfirleitt til í að þiggja drykk eða tvo frá ókunnugum karlmönnum.

Sníkjudýrin: Hópa sig stundum saman tvær eða þrjár og leita uppi einfalda, drukkna karlmenn og draga þá á barinn til að versla grimmt og láta sig svo hverfa í fjöldann.

Útlendingarnir/túristarnir: Versla grimmt á barnum og gefa öllum sætum stelpum að drekka. Dansa líka eins og bjánar og oftast erfitt að losna við þá.

Sveitastrákarnir: Drekka alltaf 2faldan í kók og verða drukknastir á svæðinu og syngja með íslensku lögunum.

Þetta eru svona þeir sem ég man eftir í augnablikinu. Endilega bætið við fleiri. :)