Ég er tvítug og var í Verzló. Ég kláraði hann aldrei heldur hætti seinasta vor af fúsum og frjálsum vilja.
Ég á vinkonur sem voru og eru í Verzló, MR, FB, MK, FÁ ofl. skólum. Einnig var ég lengi vel að vinna með stelpum úr hinum ýmsu skólum og á ýmsum aldri. Ég ber mikinn kala til Verzló og er því enganvegin smituð af áliti Verzlinga á eigin skóla.
Þessu vil ég koma á framfæri:
Í öllum skólum sem til eru á Íslandi fyrirfinnast margar týpur af stelpum. T.d. í mínum bekk (c.a. 15 stelpur og 1 strákur) voru gellur sem voru oft í dragt og perfekt málaðar, íþróttaálfar sem voru alltaf í jogginggalla og strigaskóm, nördar og artí týpur. En flestar stelpurnar voru samt ósköp venjulegar og klæddu sig bara eftir skapi og veðráttu.
Ég man þegar ég byrjaði í Verzló hvað ég var hissa að sjá hvað stelpurnar voru venjulegar. Ég hélt alltaf að þær væru alltaf í dragt og stífmálaðar. Og það er mjög algengt að fyrstaársnemar haldi það enda eru mestu “gellurnar” yfirleitt á fyrsta ári.
Það loðir ákveðin ímynd við flesta skóla. MH-ingar eru t.d. artí týpur og MR-ingar gáfnaljós og gamaldags. Ímynd Verzló er “snobb” og veit ég af eigin reynslu að Verzlingar hafa mikinn húmor fyrir þessu og gera út á þetta. En auðvitað eru ekkert allir í 1000 manna skóla eins. Það eru “gellur” í öllum skólum og þær eru ekkert fleiri í Verzló heldur en t.d. MK.
Mér finnst allt of algengt að heyra stelpur í grunnskóla segja að þær vilji ekki fara í Verzló því þær nenni ekki að mála sig á hverjum degi. Haldiði virkilega að það sé gerð krafa til þess???
Ég var líka einu sinni spurð hvort að stelpur í Verzló væru einhverntíman í íþróttafötum í skólanum! Halló!!! Já auðvitað! Það eru bara ósköp venjulegar stelpur í Verzló rétt eins og öðrum skólum.
Í guðanna bænum fólk! Veriði ekki að stimpla stelpur í þessum skóla sem einhverjar meikdollur í dragt. Látiði nú af barnaskapnum og setjið frekar út á fólk sem á það skilið.