Cosmopolitan Mig langar að fjalla pínulítið um þennan alræmda drykk sem nú til dags er kenndur við Sex and the city píurnar.
Uppruna drykksins þekki ég því miður ekki (þrátt fyrir að hafa leitað) en ég hef heyrt að hann hafi verið fundinn upp af Absolut fyrirtækinu á níunda áratugnum. Hann hefur ekki notið neinna sérstakra vinsælda fyrr en núna. Vinsældirnar má eins og fyrr sagði þakka Carrie og vinkonum hennar sem sötra þetta eins og vatn.

Cosmopolitan er samt langt frá því að vera eitthvað vatn!
Hér kemur “upprunaleg” uppskrift af Cosmopolitan:

2 1/2 partur Absolut Citron
1/2 partur Triple Sec (eða Cointreau)
1 partur cranberry safi
safi úr tveim lime bátum
lime sneið til skrauts

Öllu er hellt saman í hræriglas eða hristara með ís og hrært eða hrist létt og svo er vökvinn síaður frá ísnum í svokallað “martini-glas” sem er best að kæla á undan.

Drykkurinn er fallega bleikur og hæfir dömum vel í hendi en passið ykkur á því að þessi er sko ekki jafn sætur á bragðið og á litinn! Mjög algengur misskilningur.

Metropolitan er svo annað afbrigði af þessum drykk en þá er Absolut Citron skipt út fyrir Absolut Currant.

Njótið heil :)