Ég er stolt af tví ad vera hundaeigandi. Ég á yndislega litla íslenska tík og hún er augasteinninn minn.
Seinasta apríl flutti ég til Mallorca til ad vinna yfir sumartímann og er hún í possun hjá fjolskyldunni minni á medan. Ég sársakna hennar og tad er sérstaklega erfitt ad vera án hennar hér á tessu svaedi. Tad virdast nefnilega allir eiga hund hérna.
Á hverjum einustu svolum er hundur, onnur hver manneskja labbar um med hund og teir eru allstadar. Eini stadurinn sem ég hef séd med skilti sem bannar hunda er strondinn.
Á hverri nóttu heyrir madur tá gelta og enginn kippir sér upp vid tad. Hundsgá er jafn edlileg hérna eins og hávadinn af umferdinni. Nágranna mínum fannst allt í lagi ad kvarta undan tví ad vid vaerum of hávaer tegar vid lokudum hurdunum í íbúdinni okkar en honum finnst allt í lagi ad hundurinn sinn gelti heilu klukkutímana!
Fólk talar oft um ad útlenskar borgir séu fullar af hundaskít. Ég hef ekki tekid mikid eftir tví hérna. Tad eru nottla alltaf svartir saudir en flestir virdast hirda vel upp eftir hundana sína.
Og svo eru hundarnir svo vel upp aldir. Teir láta fólk og adra hunda algerlega í fridi í 90 prósent tilfella. Stundum ignora teir mann jafnvel of mikid!
Ég myndi hafa svo gaman af tví ad vera med Týru hérna. Hún maetti koma med mér allt sem ég faeri (nema á strondina) og engir nágrannar myndu kvarta tótt hún gelti á medan ég vaeri ad vinna. Tvílík paradís. En ég get nottla ekki tekid hana med mér tví ég vil ekki borga tugi túsunda og senda hana í einangrun í fleiri fleiri mánudi.
Tetta vekur mann enn og aftur til umhugsunar um tad hvad Ísland er “anal” tegar tad kemur ad tessum efnum. En ég held ad ég turfi ekkert ad útlista betur af hverju. Vid vitum oll hvernig tetta er.