Mojito Mojito er án efa vinsælasti drykkur sumarsins 2003. Hann er frábærlega frískandi og frábrugðin öðrum hefðbundnari drykkjum.

Mojito kemur frá Kúbu og er sprottinn upp úr öðrum drykk, Draque. Á miðri nítjándu öld var upprunalegri uppskrift Draque breytt þannig að rommi var bætt við og Mojito varð til.
Drykkurinn varð strax vinsæll um alla Kúbu og um 1920 var hann óopinberlega þjóðardrykkurinn.

Til eru margar útgáfur af drykknum en flestar samt svipaðar.

Bacardi romm-framleiðandinn gefur upp eftirfarandi uppskrift:

1 1/2 partur Bacardi romm
12 fersk myntulauf
1/2 ferskt lime
4 tsk sykur
sódavatn
mulinn ís

The Webtender.com er með svipaða uppskrift

3 ferskir myntusprotar
2 tsk sykur
3 tsk sítrónu (eða lime) safi
4,5 cl ljóst romm
sódavatn
mulinn ís

Persónulega vil ég hafa minn Mojito svona:

4,5 cl ljóst romm
1,5 tsk púðursykur
slatti af myntu
hálft lime
sódavatn
mulinn ís

Púðursykurinn nefnilega gefur aðeins öðruvísi bragð

Sumir staðir nota Sprite eða 7up í staðin fyrir sódavatn til að gera drykkinn sætari en mér finnst alveg eins gott að nota bara pínu meiri sykur.

Aðferðin við að gera drykkinn er alltaf eins.

Lime, mynta og sykur eru kramin (muddled) saman, glasið fyllt af muldum ís, rommi hellt yfir og að lokum er fyllt upp með sódavatni. Gott er að hræra aðeins í.

Mojito er skemmtilegur drykkur og að mínu mati rosalega góður. Það er reyndar ekki hægt að fá hann á öllum stöðum því það er svolítið mál að gera hann (mulinn ís og mynta osfrv.) en ég mæli með honum á Thorvaldsen.

Skál!