Ég ætla að hafa hér nokkur orð um málfar og stafsetningu hér á Huga.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru ekki allir hér búnir að ljúka grunnskóla og eru þar af leiðandi ennþá að læra stafsetningu og málfræði og ég geri mér líka grein fyrir því að sumir eru lesblindir. En mér er alveg sama! Málfarið hérna og stafsetningin er svo endalaust mikið til skammar að mig stingur í augun.

Hér eru nokkur dæmi um vitleysur sem ég fann hér á Huga:

einkanir - einkunnir
eikkað - eitthvað (allt of algengt að sjá þetta)
peningonum - peningunum
einga - enga
sínir - sýnir
selgja - selja
alvuru - alvöru
þekkji - þekki
“látnir frosna” - látnir FRJÓSA
“hözzla eikkerja helgi eða eikkvað” - dæs! of margar villur
“… skylt þá eftir við dyrnar” - skilið þá eftir…..
“hvað finnst þér gott að vera í?” - hverju finnst þér ….

og að lokum: “hverjum hlakkar til ….” - HVER hlakkar til…

ég bara get ekki sagt þetta of oft: SÖGNIN HLAKKA TEKUR MEÐ SÉR NEFNIFALL!!!!!!!!!!

Ég hef áður skrifað um þetta málefni hér á Huga og svörin sem ég fékk voru þau að svo margir væru lesblindir. Uh halló! Síðan hvernær geta lesblindir ekki fallbeygt rétt og sett setningar saman???
Ég held að margir (alls ekki allir samt) hér á þessum vef ættu að lesa málfræðibókina sína aftur og virkilega læra það sem stendur í stafsetningarbókinni og lesa svo aftur yfir greinarnar 2svar áður en þær eru sendar inn.

Og svo annað. Það er ekki vinsælt að lesa greinar sem eru skrifaðar í einhverjum “talmáls/sms stíl”. Þessi “stíll” er ekkert annað en nauðgun á tungumálinu og gerir það að verkum að maður einfaldlega nennir ekki að lesa greinarnar (fyrir utan það að maður skilur þær sjaldnast).

Takk fyrir mig,
unneva