Mig langaði að benda ykkur á 2 þrælsniðugar bækur. Handbók heimilisins og Heimilishandbókina. Þær eru mjög svipaðar en samt gaman að skoða báðar og uppfullar af fróðleik.
Handbók heimilisins er töluvert ýtarlegri og fjallar m.a. um öll þrif og þvotta, matseld, viðhald, saumaskap, ummönnun barna, umhirðu gæludýra, öryggi og heilbrigði, stærðir á fatnaði, mál og vog, hagræðingu á heimilum ofl. ofl. Svo er nottla fullt af húsráðum og sparnaðarráðum.
Sérstaklega þægileg bók fyrir fólk eins og mig sem er að byrja að búa og er ekki alveg með allt á hreinu. Gefur mömmu frí í smá stund ;)