Ég hef lengi verið að pæla í því hversu mikilvægt stúdentsprófið er fyrir Íslensku þjóðinni. Mér virðist sem allir í kringum mig séu stöðugt að tönglast á því að klára stúdentsprófið til þess að geta lifað almennilegu lífi.
Ok í fyrsta lagi, hvað er almennilegt líf. Einskorðast það við góðar tekjur, einbýlishús og flottan bíl eða hamingju í starfi eða eitthvað annað?
Í öðru lagi, hvernig gefur stúdentsprófið okkur lykilinn að “almennilegu lífi”?
Kannanir hafa sýnt að stúdentspróf eykur ekki líkurnar á að þú verðir ráðin í starfið sem þú ert að sækja um. Það eina sem stúdentspróf gefur okkur er aðgangur að Háskólunum Á ÍSLANDI. Háskólar erlendis krefjast nefnilega ekki allir hins eignilega stúdentsprófs því það er ekki til í öðrum löndum. Í mörgum tilvikum er nóg að hafa lokið ákvenum fögum með ákveðnum árangri.
Auðvitað veitir háskólanám manni ýmislegt og opnar leiðir á atvinnumarkaðinum en það er bara svo takmarkað nám hér í háskólunum heima.
Það sem ég er svona eiginlega að reyna að segja er ekki neikvæður áróður gegn stúdentsprófinu heldur meira vangaveltur um það hvers vegna allir eru svona mikið að reyna að klára þetta eina próf í staðin fyrir að nýta sér eitthvað af hinum námsleiðunum sem eru í boði. Það er allt of mikið litið niður á verknám, listnám og starfsnám hérlendis. Og fyrir þá sem einungis einblína á tekjur get ég tekið sem dæmi að ég hef heimildir fyrir því að flugfreyja þénar álíka mikið og lögfræðingur sem starfar sem fulltrúi á stofu og er búinn að fara í framhaldsnám erlendis. Pælið í því!
Annars langar mig endilega að fá ykkar álit á þessum blessaða áfanga og öðrum námsleiðum.