Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Næring hluti 2 - vítamín (15 álit)

í Heilsa fyrir 16 árum, 4 mánuðum
A vítamín –Retinol, Retinal & Retinoic Acid A vítamín er fituleysanlegt vítamín sem gegnir ýmsum hlutverkum í líkamanum. Það hjálpar við frumudeildun, mikilvægan part í frumufjölgun. Það er mikilvægur hlutur af heilbrigðri sjón, nærir frumur augnanna og er nauðsynlegt fyrir umbreytingu ljóss í taugaskilaboð í sjónhimnunni. Það er einstaklega mikilvægt í óléttu þar sem það örvar vöxt og þroska fósturs með því að hafa áhrif á runubundinn vöxt líffæra í kviðnum. A vítamín hefur áhrif á virkni...

Næring - hluti 1 (12 álit)

í Heilsa fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Tók saman helstu upplýsingar um aðalnæringarefnin svo fólk geti kynnt sér það nánar. Vatn Dihydrogen oxide, H2O, eða vatn er litarlaus, bragðlaus vökvi undir venjulegum kringumstæðum. Vatn er lífsnauðsynlegt öllu lífi og þar með mikilvægasta næringarefnið. Þú færð vatn í öllum drykkjum og mat, í mismiklu magni. Vatn losnar úr líkamanum með uppgufun og þvagláti. Vatn er aðalefni líkamans, eða meira en 2/3 líkamsþyngdar og án vatns lifir maður ekki nema í örfáa daga þar sem allar frumur og...

Á að afnema bann á efedríni? (161 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Rökfærsluritgerð sem ég gerði í íslensku, vonandi hafið þið gaman af þessu og megið benda mér á vitleysur. Á að afnema bann á efedríni? Nú hefur efnið efedrín verið mikið í umræðunni vestanhafs. Efedrín, eða ephedrine er unnið úr plöntunni Ephedra sinica, e. Ma huang eins og hún kallast á Kínversku, en plantan vex einna helst í Kína. Jurtin hefur verið notuð í yfir 5000 ár gegn astma og hita. Í apríl 2004 var efedrín bannað í Bandaríkjunum eftir að dauðsföll vegna efedrínnotkunar voru í...

Plötur - Essentials, eftir CarpeDiem. (26 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ætla að feta í fótspor TheCrusher sem sendi inn grein um sýnar uppáhaldsplötur. [1980]Black Sabbath - Heaven and Hell Heavy Metal Ætli það sé ekki við hæfi að byrja þetta á konungum metalsins. Þegar þarna er komið hefur Ozzy verið rekinn fyrir eiturlyfjaneyslu, og söngvari Rainbow, Ronnie James Dio verið ráðinn. Hann tók jafnframt yfir textasmíði. Útkoman var meistaraverkið Heaven and Hell sem er að margra mati besta plata þeirra. Hún kikkar inn með slagaranum Neon Knights og eftir fylgja 7...

Progressive Metal bönd. (21 álit)

í Metall fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hér ætla ég að kynna ykkur fyrir nokkrum Progmetalböndum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég sleppti reyndar mínu uppáhalds, Dream Theater, því ég býst við að þið þekkjið það öll. Kem kannski með ítarlega grein um þá seinna. Pagan’s Mind Norskt Progressve/Heavy Metal band sem ég hef verið að hlusta á. Þeir hafa gefið út 3 plötur frá árinu 2000, Infinity Divine, Celestial Entrance og Enigmatic. Ég get voðalítið sagt um þessa hljómsveit, annað en að hún er þess verð að þið geið ykkur tíma til að...

Ronnie James Dio (13 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ronnie James Dio Það hefur verið svolítið vesen með þetta. Þannig er mál með vexti að AMG segir Dio hafa fæðst 1949, en sumar 1942. En það stenst varla að hann hafi fæðst ’49, svo ég hef það hinsegin. Tam. Þá stofnaði hann Prophets ’61 samkv. mínum heimildum. Og varla gerði hann það 12 ára, þannig að ég býst við því að AMG hafi rangt fyrir sér í þetta sinn. Ronnie James Dio, fullu nafni Ronald James Padavona, fæddist í Cortland, New York þann 10. júlí 1942. Foreldrar hans voru Ítalskir...

David Bowie 2.hluti(og síðasti) (13 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 1 mánuði
Biðst velvirðinga á því hversu langan tíma þetta hefur tekið, en vegna anna tókst mér ekki að klára þetta fyrr en nú í kvöld. Gjöriði svo vel: Eftir plötuna Low þá hjálpaði Bowie ma. félaga sínum Iggy Pop með ‘kombakk’ plötu sína, The Idiot and Lust for Life sem og að túra með honum sem hljómborðsleikari. Hann lék einnig í kvikmyndinni Just A Gigolo ásamt Marlene Dietrich og Kim Novak. 1978 snéri hann aftur á sviðið og fór á tónleikaferðalag. Næsta plata hans ásamt Eno, Heroes, var eins og...

David Bowie 1. hluti (24 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef síðustu daga ekki hlustað á neitt nema David Bowie og langar því til að skrifa stutta grein um þennan snilling. David Robert Jones, betur þekktur sem David Bowie er á vafa einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma. Hann fæddist 8. janúar 1947 í Brixton, sem er hverfi í London. Hann aldist upp í Bromley í Kent. Á 13. aldusári sínu byrjaði hann að læra á saxafón hjá Ronnie Ross. Hann spilaði á saxafóninn og söng í nokkrum blúshljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna The Lower...

KISS (15 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Daginn, ein grein um KISS hérna, tek fram að ég kýs að skrifa KISS með stórum stöfum og hananú! Enjoy… KISS Í upphafi voru félagar að nafni Gene Simmons(Gene Klein, fæddur í Haifa, Ísrael) og Paul Stanley(Stanley Harvey Eisen, fæddur í New York) saman í hljómsveitinni Wicked Lester. Gene spilaði á bassa en Paul gítar og söng. En meðlimir sveitarinnar voru með ólíkar hugmyndir um tónlist. Að lokum ráku Paul og Gene hina meðlimina og réðu nýja í staðinn. Það voru trommarinn Peter Criss(Peter...

Led Zeppelin (62 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég vil taka fram að þessu grein er skrifuð eftir minni svo það gætu leynst staðreyndavillur. Led Zeppelin var stofnuð í kringum 1968 eftir að Yardbirds hættu. Jimmy Page, gítarleikari Yardbirds fékk söngvarann Robert Plant, trommarann John Bonham og bassa og hljómborðsleikarann John Paul Johns. Hétu þeir fyrst The New Yardbirds en breyttist síðan í Led Zeppelin. Nafnið á víst að koma frá John Entwistle, bassaleikara The Who. Þeir héldu sína fyrstu tónleika með Led Zeppelin nafninu í Englandi...

Pink Floyd (30 álit)

í Gullöldin fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hér er smá um uppáhaldshljómsveitina mína, Pink Floyd. Roger Waters - Bassi og söngur David Gilmour - Gítar og söngur Richard Wright - Hljómborð og söngur Nick Mason - Trommur Syd Barrett – Fyrrum söngvari og gítarleikari Pink Floyd hafa gefið út margar plötur eins og The Piper at the Gates of Dawn, A Saucerful of Secrets, More, Ummagumma, Atom Heart Mother, Meddle, Obscured by Clouds, Dark Side of the Moon, Wish You Were Here, Animals, The Wall, The Final Cut, A Momentary Lapse of Reason og...

Heskey farinn, Cissé í staðinn. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nú er það staðfest að Emile Heskey er orðinn leikmaður Birmingham og er kaupverðið 6.25 milljónir punda beint í vasa. Heskey kom til Liverpool árið 2000 frá Leicester fyrir 11. milljónir punda og er því dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Heskey hefur skorað 60 mörk í 223 leikjum fyrir Liverpool og ollið miklum vonbrigðum. Heskey verður formelga leikmaður Birmingham 1. júlí. “Þetta eru alveg frábær kaup” sagði Steve Bruce knattspyrnustjóri Birmingham. “Hann er aðeins 26 ára, hefur...

Tilhvers Nirvana ? (212 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þessi grein er unnin af massimo og verwex. Eftir að hafa lesið u.þ.b. milljón greinar hér á huga hvað Nirvana sé æðisleg hljómsveit tók ég mig til að skrifa grein um hvað Nirvana gerðu ekki gott. þegar Kurt Cobain drap sig þá komst það í tísku að fremja sjálfsmorð um heiminn og heilmikið af unglingum drap sig. En sú fyrirmynd. Nirvana var hljómsveitin sem kom grunge upp á yfirborðið, en var það ekki mikið betra underground? Vandaðara, etc. Sjáið bara þessi bönd sem Nirvana höfðu áhrif á,...

AC/DC (32 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
The Beginning AC/DC var stofnað af Malcolm Young, einu af níu börnum William og Margaret Young. 1971, þegar Malcolm var 15 ára hætti hann í skóla og gekk í bandið Velvet Underground(ekkert tengt bandi Lou Reed), þar sem söngvarinn var Brian Johnson. Árið 1977 bauð George, bróðir Malcolms, honum og bróðir hans Angus í bandið Marcus Hook Roll Band, til að taka upp plötuna Tales of Old Granddady. Þetta var það fyrsta sem Angus og Malcolm gerðu fyrir ACDC. Eftir 14 ár og 9 mánuði(aldurinn þegar...

Newcastle-Man City (14 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Newcastle United 03-04 Þann 9 júlí 2003 gerðist einn sorglegasti viðburður enskrar knattspyrnusögu, morðið á Sir Bobby Robson. Knattspyrnuáhugamenn um allan heim voru slegnir yfir þessum hrottalegu viðburðum og ekki síst stuðningsmenn og starfsmenn Newcastle United. En Freddy Sheperd, eigandi Newcastle vissi að hann þyrfti að ráða nýjan knattspyrnustjóra í bráð því leiktímabilið 2003-04 var í þann mund að hefjast. Hann hafði útbúið lista yfir þá sem komu til greina og þar voru heilir 19...

Einu sinni var... (9 álit)

í Sorp fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Einu sinni var ungur strákur sem átti sér þann draum að fá að spila fótbolta. Hann var 16 ára og 105 daga gamall. Hann æfði með liði á raufarhöfn og var langbestur þar, en það var of langt að fara til að æfa með öðru liði. Ákvað hann þá að fara á hreppsskrifstofuna og biðja Friðfinnu sem var Gjaldkeri, bókari, ritari og tölvusnillingurinn á staðnum að e-meila sig suður þar sem hann…fékk samning hjá KR ! Þar byrjaði hann að blómstra og var uppgötvaður af útsendurum frá stórliði Magna á...

Markamaskínur-Nicolas Anelka (12 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þar sem seinasta grein mín olli vonbrigðum ætla ég að bæta það upp með grein um Nicolas Anelka. Nicolas Anelka Lið:Man City Númer:9 Staða:Framherji Fæðingardagur:14 mars ‘79 Fæðingarstaður:Versalir(Versailles) Hæð:6’ 0'' Þyngd:12.3 Nicolas Anelka er frábær framherji en á það til að vera fýlupúki og vandræðagemlingur. Hann var ungur farinn að vekja athygli liða í Evrópðu og var hann keyptur til Arsenal í febrúar ‘97 fyrir aðeins hálfa milljón sterlingspunda í febrúar. Hann byrjaði strax að...

Markamaskínur-Thierry Henry (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Thierry Henry Lið:Arsenal Númer:14 Staða:Framherji Fæðing ardagur:17 ágúst ‘77 Fæðingarstaður:Paris Hæð:6’1" Þyngd:13.1 B yrjaði ferilinn hjá Monaco og var Wenger þá byrjaður að fylgjast með honum. Var keyptur til Juventus ‘99 áður en Arsenal keyptu hann á 10.5 milljónir punda. Hann varð heims-og evrópumeistari með Franska landsliðinu ’98 og '00 Hann spilaði vel tímabilið 00-01 og var fastur maður í byrjunarliði Lundúnaliðsins sem lentu í öðru sæti í deild og FA Cup og komust í...

Ný greinaröð:Markamaskínur-Alan Shearer (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þessi greinaröð verður líklega nokkrar greinar-og reyni ég að hafa eins stutt á milli og ég get. Alan Shearer- Lið:Newcastle United FC Númer:9 Staða:Framherji Fæðingardagur:13 ágúst 1970 Fæðingarstaður:Newcastle Hæð:5' 11" Þyngd:12.2 Byrjaði ferilinn hjá Southampton en var seldur til Blackburn á 3.6 milljónir punda sumarið ‘92. Hann meiddist alvarlega í lok ársins ’92 og varð út tímabilið. Snéri aftur í byrjun næsta tímabils og skoraði þar 31 mark. Þegar Rovers keyptu Chris Sutton frá...

Einn af mínum uppáhaldsleikmönnum-Jermaine Jenas (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Jermaine Jenas er fæddur 18. febrúar 1983 í Nottingham. Hann er 5' 11'' á hæð og því miður veit ég ekki alveg hvað það er mikið á metrum. Allavega þá byrjaði hann ferilinn hjá Nottingham Forest í fæðingarbæ sínum og spilaði sinn fyrsta leik janúar 2001 í Worthington Cup gegn Wolwes, leik sem þeir töpuðu 1-0. Það var ekki lengi að bíða eftir fyrsta deildarleik hans sem var gegn Crystal Palace. Tímabilið 01-02 var hann mikilvægur hlekkur í liði Forest undir stjórn Paul Hart og var farinn að...

Zaragoza 2011-2012 (8 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eftir að hafa verið þjálfari hjá Go Ahead Eagles, Heererven og nú síðast Aston Villa tímabilið 01-02 með misjöfnum árangri, hafði gert Heererven að meisturum en áður hafði ég komið Go Ahead Egles úr 2. deild í Evrópukeppni. Það hafði ekki gengið nógu vel með Villa og sagði ég af störfum um jólin '01 og ákvað að taka mér smá frí til að sinna fjölskyldunni. En tíu árum síðar fann ég fyrir óstjórnlegri löngun til að fara aftur í boltann og talaði við fjölskylduna og komumst við að þeirri...

Sögukeppni-Florentia Viola (10 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum
Eftirfarandi er framlag mitt í sögukeppninni: 1. tímabil: Ég hafði verið að skoða fótboltafréttirnar á textavarpinu og sá að þjálfara Florentia Viola sem spiluðuí Seriu C2B hafði verið vikið frá störfum eftir að hafa sleppt mörgum æfingum og skroppið á nektardansstaði í staðinn. Ég hafði verið atvinnulaus í bráðum eitt og hálft ár eftir að hafa verið rekinn frákvennaliði Pescara í ítölsku utandeildinni þar sem allt hafði gengið á afturfótunum. En allavega flaug égtil Flórens á Ítalíu og...

Stoke 1. tímabil 01-02 (9 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég ákvað að taka við Stoke City og þeir byrjuðu í 2. deild því ég er ekki með Update. Ég byrjaði að kaupa nokkra leikmenn sem voru: Antonio Gallieri 230k Tó Madeira 26k Adolfo free Kim Kallstrom 300k Gustavo 160k Wilson 40k Hugo Pinheiro 160k Pedro Emanuel 160k Taribo West free Mike Duff 600k Callum Davenport 1m Bobby Zamora 1.6m Fredrik Rips 600k =5m Svo seldi ég 14 kalla fyrir 6.25m samanlagt. Deildin: Ég vann fyrstu 4 leikina og eftir 14 leiki hafði ég unnið 11 1 tap og 2 jafntefli og...

Veggjakrot (9 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 1 mánuði
Gerðu það á örugga tímabilinu…þegar karlinn hennar er ekki heima. Fyrir giftingu er maðurinn hálfur…eftir það er hann allur. Rauðhetta litla er rússnesk getnaðarvörn. KONUR HAFNA OFBELDI KARLA! -KARLAR HAFNA VEGGJAKROTI KVENNA! Berjumst gegn vændi…látum það ókeypis. Guð er ekki dauður, hann fann bara ekkert bílastæði. Kjósið Dave Allen páfa! (Eftir andlát Páls páfa 1978) NÚ skuluð þið kjósa Dave Allen páfa! (Eftir dauðu Jóhannesar páfa 1. nokkrum dögum eftir að hann var kosinn páfi) Hjálpaðu...

Inter 1.tímabil (12 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þar sem enginn nennir að senda inn greinar hér á þessu áhugamáli ætla ég að senda inn eina um þegar ég tók við Internazionale, en hér er greinin: Ég var að vafra á netinu og ákvað svo að kíkja í tölvupóstinn minn og sá að ég hafði fengið póst frá nafna mínum Massimo Moratti. Ég kíkti á póstinn og sá þar að þetta var forseti Inter Milan og var hann að bjóða mér starf knattspyrnustjóra. Ég þáði starfið með þökkum og byrjaði strax. Ég byrjaði að kaupa Portúgalann Simao frá Benfica á 11. kúlur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok