Tilhvers Nirvana ?

Þessi grein er unnin af massimo og verwex.

Eftir að hafa lesið u.þ.b. milljón greinar hér á huga hvað Nirvana sé æðisleg hljómsveit tók ég mig til að skrifa grein um hvað Nirvana gerðu ekki gott. þegar Kurt Cobain drap sig þá komst það í tísku að fremja sjálfsmorð um heiminn og heilmikið af unglingum drap sig. En sú fyrirmynd.
Nirvana var hljómsveitin sem kom grunge upp á yfirborðið, en var það ekki mikið betra underground? Vandaðara, etc. Sjáið bara þessi bönd sem Nirvana höfðu áhrif á, Creed, Staind og allt þetta væl. Það er ekki hægt að sega að þetta séu góð bönd, enda munu þau gleymast innan nokkurra ára, og etv. Nirvana líka, en hins vegar munu bönd eins og Bítlarnir, Pink Floyd, Queen, Led Zeppelin, Deep Purple, The Who ofl líklega varðveitast að eilífu. Líklega væru Nirvana gleymdir ef Kurt hefði ekki ákveðið að fremja sjálfsmorð.

Ég held að það sem geri Nirvana svona sérstaka í augum sumra, er að Kurt Cobain dó svona snemma. Ef hann væri enn á lífi, og Nirvana enn starfandi með Kurt Dave og Krist, þá væru þeir líklegast bara enn önnur hljómsveitin eins og margar aðrar. Svipað og með Janis Joplin, Jimi Hendrix, John Bonham, Jim Morrison og svo Kurt Cobain, þetta fólk dó langt fyrir aldur fram, og á hátindi sínum þegar það dó, og er því stimplað sem tónlistasnillingar alla tíð. Semsagt, ef að Kurt hefði ekki kálað sér og Nirvana haldið áfram, þá væri væntanlega ekki svona mikið fjallað um þá, þeir væru bara miðlungsband að gefa út miðlungsplötur, eins og þeir gerðu áður fyrr.

Dave Grohl og Krist Novoselic féllu algerlega í skugga Kurt Cobains. Það var ekki fyrrenn að Dave byrjaði í Foo Fighters að hann varð þekktur. Að mínu mati er Dave Grohl betri tónlistarmaður en Kurt. Kurt syngur betur og er betri texta og laga höfundur. En uppá móti því kemur að Dave er miklu betri hljóðfæraleikari á nánast öll hljóðfæri.

Margar aðrar grunge hljómsveitir á þessum tíma voru mun hæfari en Nirvana. Þar skal nefna Pearl Jam, Alice In Chains og Soundgarden ofl.
Hefði Krist Novoselic dáið, en ekki Kurt, hefði Nirvana fengið sömu athygli? Held ekki!
En Nirvana mega eiga það að Unplugged tónleikadiskurinn er einn af betri tónleikadiskum sem gefnir hafa verið út.

Auðvitað þekkja margir unglingar og ungt fólk Nirvana miklu betur en Bítlana eða Led Zeppelin en það er einfaldlega vegna þess að hún er miklu nær nútíðinni. En á sínum tíma tröllriðu þessar hljómsveitir heiminum. Nirvana var aldrei nokkurn tímann eins stór og Bítlarnir eða Led Zeppelin.

Hvaða tónlistarstefnu inleiddi Nirvana? Eru einhver bönd sem voru sérstaklega stofnaðar upp úr stíl Nirvana ? Auðvitað eru einhverjar… en einhverjar frægar eða góðar? Mest einhver bílskúrsbönd sem hafa ekki enn lært að semja hnitmiðaða tónlist.

Semsagt, Nirvana eru ofmetnir og alls ekki eins byltingarkenndir og fólk heldur fram.

Með bestu kveðju,

Massimo og Verwex.