Þessi greinaröð verður líklega nokkrar greinar-og reyni ég að hafa eins stutt á milli og ég get.

Alan Shearer-

Lið:Newcastle United FC
Númer:9
Staða:Framherji
Fæðingardagur:13 ágúst 1970
Fæðingarstaður:Newcastle
Hæð:5' 11"
Þyngd:12.2

Byrjaði ferilinn hjá Southampton en var seldur til Blackburn á 3.6 milljónir punda sumarið ‘92. Hann meiddist alvarlega í lok ársins ’92 og varð út tímabilið. Snéri aftur í byrjun næsta tímabils og skoraði þar 31 mark. Þegar Rovers keyptu Chris Sutton frá Norwich í byrjun tímabilsins 94-95 urðu þeir eitt besta framherjapar deildarinnar og áttu stóran þátt í því að tryggja Blackburn Englandsmeistaratitilinn það árið. Shearer var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar.

Tímabilið 95-96 skoraði hann yfir 30 mörk þriðja tímabilið. Hann snéri aftur á heimaslóðir sumarið 96 þegar hann hafnaði tilboði Man Utd til að fara til Newcastle fyrir 15 milljónir punda-sem var metfé þá. það sumar sló hann einnig í gegn á EM í Englandi þar sem Englendingar voru slegnir út í undanúrslitum gegn Þjóðverjum. Þetta tímabil skoraði hann 27 mörk sem dugðu þó ekki til sigurs í deildinni.
Önnur alvarleg meiðsli á undirbúningstímabilinu árið urðu til þess að hann varð frá út árið. Hann missti dálítinn hraða eftir þessi meiðsli en hann er ennþá gífurlega sterkur í loftinu og að klára færi.

Hann spilaði á EM 2000 í Belgíu&Hollandi og skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Þjóðverjum. Hann hætti með landsliðinu eftir þessa keppni, hann skoraði 30 mörk í 63 leikjum fyrir England. Honum var veitt OBE orðan fyrir gott starf í þágu knattspyrnunnar í Júni '01. Var mikið frá vegna meiðsla tímabilið 00-01 en skoraði 27 mörk 01-02 og Newcastle náði 4. sætinu og sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar að ári. Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle eftir að Sir Bobby Robson hættir enda orðinn fjörgamall kallinn.

Kv.

Massimo…!