Þar sem enginn nennir að senda inn greinar hér á þessu áhugamáli ætla ég að senda inn eina um þegar ég tók við Internazionale, en hér er greinin:

Ég var að vafra á netinu og ákvað svo að kíkja í tölvupóstinn minn og sá að ég hafði fengið póst frá nafna mínum Massimo Moratti. Ég kíkti á póstinn og sá þar að þetta var forseti Inter Milan og var hann að bjóða mér starf knattspyrnustjóra. Ég þáði starfið með þökkum og byrjaði strax.

Ég byrjaði að kaupa Portúgalann Simao frá Benfica á 11. kúlur
Lasha Chelidze ungan og efnilegann Georgíumann frá Kutaisi á 0.25 kúlur
Daniel Carvalho 19 ára brassa frá Internacional á 2 kúlur(hann er núna metinn á 10.5 og orðinn landsliðsmaður:D)
og að lokum Fabio Paim 14 ára Portúgala frá Sporting á 300 k.

Ég byrjaði á að keppa æfingaleik við Vitesse Arnhem og vannst hann 2-0 þar sem Vieri skoraði bæði mörkin.
Svo komu tveir leikir í forkeppni CL gegn Slovan Liberec og vann ég 2-0 og 4-0.Svo byrjaði riðlakeppni meistara deildarinnar og vann ég Depor 1-0. Ég vann fyrstu sex leikina í deildinni en tapaði síðan fyrir Como 2-0.
Um áramótin var ég aðeins búinn að tapa 4 stigum í deildinni og fékk þá til liðs við mig Cristiano Ronaldo frítt frá Sporting og Ricardinho einnig fyrir sömu upphæð.

Í bikarnum byrjaði ég að slá út Udinese 11-1 samanlagt og fékk Roma í næstu umferð og vann 5-2 samanlagt. Í undanúrslitum fékk ég Brescia, fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli á heimavelli þeirra en ég vann seinni leikinn 1-0 heima og fór í Úrslitaleikinn.

Snúum okkur að meistaradeildinni, Eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í riðlinum gegn Depor 1-0 lenti ég að lokum í 2 sæti á eftir Leverkusen. Í milliriðlinum lenti ég með FC Bayern, Lens og Man Utd. Ég vann riðilinn með 11 stigum og Lens kom með mér upp(ég leyfði þeim að vinna seinasta leikinn svo það væri ekkert Man Utd eða Bayern í útslættinum)

En aftur að deildinni, ég endaði að lokum í 1 sæti með 83 stig en Milan kom á eftir með 77 stig;1 titill kominn í hús

Svo lenti ég gegn Lyon í 8-liða úrslitum CL og vann 5-4 samanlagt. Lenti síðan gegn Real Madrid, tapaði fyrri leiknum 2-1 en vann seinni 5-0 þar sem Vieri sem var að spila sinn fyrsta leik í 5 mánuði skoraði þrennu. Þá var ég kominn í Úrslitaleikinn og átti að mæta Juventus. Það var mikil stemning á Old Trafford þann 28. maí þegar liðin gengu inn á völlinn, ég skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu frá Recoba og fór í vörn. Juventus skoruðu síðan á 77. mín og aftur á þeirri 84. Ég reyndi allt til að skora og á 90. mínútu fékk ég aukaspyrnu á hættulegum stað og Simao skaut í Camoranesi og þaðan í netið og því þurfti að grípa til framlengingar. Hún var markalaus og því var vítaspyrnukeppni:

Carvalho skorar fyrir mig
Pesotto skorar fyrir þá

Vieri skorar fyrir mig
Tudor skorar fyrir þá

Crespo klúðrar fyrir mig
Zalayeta klúðrar fyrir þá

Morfeo skorar fyrir mig
Tacchinardi skorar fyrir þá

J.Zanetti skorar fyrir mig
L.Thuram klúðar fyrir þá

Þar með hafði ég unnið CL

En að bikarnum, Ég vann fyrri leikinn 3-0 og var mjög bjartsýnn á seinni leikinn, en síðan voru allir lykilmennirnir mínir í banni eða meiddir og ég tapaði 4-0, skelfilegt en ég var sáttur við tímabilið í heild og þessa tvo stóru titla.

Cordoba var valinn besti varnarmaðurinn
Toldo besti markvörðurinn
Ég besti þjálfarinn
Emre besti leikmaðurinn
Toldo, Crespo og J.Zanetti í lið ársins
Crespo var markahæstur með 33 mörk
Daniel Carvalho í 2. sæti í besti ungi leikmaðurinn

en bestu leikmenn innan liðsins voru:

Besta meðaleinkunin:

1.Vieri
2.Recoba
3.Crespo

Simao var með flestar stoðsendingar eða 38 og Recoba annar með 24
Og Crespo markahæstur með 56 mörk í heildina, Recoba annar með 43 og Vieri þriðji með 32

Svo á Toldo hrós skilið fyrir að fá aðeins á sig 57 mörk í 61 leik og halda 25 sinnum hreinu og spilað alla leikina.

Liðið mitt var oftast svona(442):

GK:Toldo
DL:Coco
DR:J.Zanetti
DC:F.Ca nnavaro
DC:I.Cordoba
ML:Emre
MR:Simao
MC:Dalmat/C.Z anetti
MC:Recoba/Carvalho
FC:Crespo/Recoba
FC:Vieri/ Carvalho

Í future tranfers hjá mér eru menn eins og Diego frá Santos og Andrés D'alessandro en nú er komið nóg:D

Þetta er mín fyrsta saga og kanski léleg en kanski kem ég með framhald ef þið takið vel í hana

kv.Massimo