David Bowie 1. hluti Ég hef síðustu daga ekki hlustað á neitt nema David Bowie og langar því til að skrifa stutta grein um þennan snilling.

David Robert Jones, betur þekktur sem David Bowie er á vafa einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma. Hann fæddist 8. janúar 1947 í Brixton, sem er hverfi í London. Hann aldist upp í Bromley í Kent. Á 13. aldusári sínu byrjaði hann að læra á saxafón hjá Ronnie Ross. Hann spilaði á saxafóninn og söng í nokkrum blúshljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna The Lower Third og The King Bees. Árið 1966 fannst honum nauðsynlegt að breyta listamanns nafni sínu vegna þess að söngvari The Monkness hét Davy Jones og fannst honum það of líkt David Jones. Hann breytti því þá í David Bowie, en hugmyndina að nafninu Bowie fékk hann frá James Bowie(betur þekktur sem Jim Bowie) sem var píanóleikari og hermaður, einnig er Bowie hnífategund. Hans fyrsta plata, sem hét því frumlega nafni David Bowie kom út 1967 og vakti litla athygli og hann var ekki orðið stórt nafn enn. Platan innihélt ma. lögin Love You Till Tuesday, We Are Hungry Man og Silly Boy Blue. Næst plata kom út 1969. Hún hét fyrst David Bowie, en af því að frumraun hans, sem hafði komið út tveimur árum áður, bar sama nafn þá var nafninu breytt í Space Oddity er platan var endurútgefin 1. nóvember 1972. Titillagið var einmitt það lag sem gerði hann frægan í Bretlandi, titillag plötunnar náði 5. sæti Breska smáskífulistans.

Árið 1970 kom út hans þriðja breiðskífa, The Man Who Sold The World. Á plötunni spilaði gítarsnillingurinn Mick Ronson á gítar af stakri snilld. Plötuna próduseraði Tony Visconti. Platan er mjög góð og ein af hans bestu og þess má til gamans geta að titillagið coveruðu Nirvana á MTV Unplugged tónleikum sínum í New York. Eftir plötuna fór hann á tónleikaferðalag um Bandaríkin, hans fyrsta tónleikaferðalag til þessa. Eftir þá ferð hélt hann til London og tók upp næstu plötu, Hunky Dory. Hún kom út 1971 og var gefin út af RCA og innihélt m.a. lögin Changes, Life On Mars, Quicksand og Song For Bob Dylan. Rick Wakeman úr Yes spilaði á hljómborð á plötunni eins og á þeirri síðustu. Fín plata og mitt uppáhaldslag Changes.

Í framhaldi af Hunky Dory kom eitt hans frægasta ef ekki frægasta verk. Platan Ziggy Stardust, eða Siggi Sjörnuryk á góðri íslensku. Ziggy var tvíkynhneigð geimvera sem lent hafði á jörðinni til að rokka. Það má svo sannarlega segja að Bowie hafi lifað sig inní hlutverkið. Með síðu appelsínugulu hári, glimmeri, háhæluðum skóm og rosalegri sviðsframkomu skapaði Bowie eina flottustu og eftirminnilegustu persónu rokksögunnar. Mick Ronson átti einnig stórann þátt í plötunni með óaðfinnanlegu gítarspili. Hann byrjaði að kalla sjálfan sig Ziggy Stardust og hljómsveit sína, Ronson, Woodmansey og Trevis Bolder, The Spiders From Mars. Platan varð feykivinsæl og þekktustu lögin líklega titillagið, Starman og Rock N Roll Suicide.

1973 kom frá honum ný plata. Platan, sem fékk heitið Aladdin Sane, var gefin út af RCA, eins og Ziggy. Platan innihélt ma. lögin Watch That Man, Drive-In Saturday, Panic In Detroit og Rolling Stones lagið Let’s Spend The Night Together. En það var ekki það eina sem hann gerði það árið. Hann próduseraði einnig 3 plötur. Plötu væntanlegs íslandsvins, Lou Reed, Transformer. Plötu Stooges’, Raw Power og plötu Mott the Hoople's, All the Young Dudes og samdi einnig titillag þeirrar síðastnefndu. Hans næsta plata, Pin Ups, innihélt eingungis coverlög frá áhrifavöldum Bowie. Meðal laga voru Pink Floyd lagið See Emily Pay, sem Syd Barrett samdi áður en hann varð að yfirgefa sveitina vegna ofnotkunnar á LSD sýru, og The Who lögin I Can’t Explain og Anyway, Anyhow, Anywhere. Það fyrra samið af Townshend en það seinna af Townshend og Daltrey.

Skömmu eftir cover plötuna Pin Ups þá sleit Bowie samstarfi sínu við hljómsveit sína, The Spiders From Mars. Hann sagði skilið við persónuna Ziggy Stardust og bjó sig undir framtíðina. Árið 1974 kom út platan Diamond Dogs. Hún olli nokkrum vonbrigðum miðað við fyrri verk kappans. Þekktasta lagið var líklega útvarpsslagarinn Rebel Rebel, sem er í rauninni mjög gott lag, eitt af mínum uppáhalds. Það er mikill missir að Mick Ronson spili ekki á plötunni enda hafði hann spilað vel á síðustu plötum. 1975 gefur hann út nýja plötu, Young Americans. Þar semur Bowie ekki jafn mikið og á Diamond Dogs, þar sem hann samdi hvert einasta lag. Af 8 lögum er hann aðeins skráður fyrir 4, og lagið Fame er skráð fyrir Carlos Alomar, John Lennon og Bowie. Platan inniheldur m.a. bítlalagið Across The Universe eftir Lennon og McCarthy. Auk þess sem lögin Win, Right og Somebody Up There Likes Me eru ekki skráð fyrir neinum skv. AMG en það síðastnefnda og titillagið, Young Americans eru þekktustu lögin. Betri plata en Diamond Dogs en Bowie getur gert betur og það sannaði hann með næstu plötu…

Árið 1976 hélt Bowie til Los Angeles frá Englandi, í fyrsta lagi til þess að leika í kvikmyndinni The Man Who Fell to Earth[1976], og hinsvegar til að taka upp nýja plötu. Platan kom út sama ár. Platan, From Station to Station, var mjög góð og féll vel í kramið hjá aðdáendum hans og tónlistarsérfræðingum, og fær ma. 4 ½ stjörnu af 5 hjá stærstu tónlistarsíðu heims, AMG. Titillag plötunnar, rúmar 10 mínútur á lengd er mitt uppáhaldslag af plötunni, en önnur þekkt lög eru Golden Years, Stay og Wild is the Wind. Á þessum tíma var Bowie á kafi í kókaín neyslu, eins og reyndar flestir tónlistarmenn á þessum tíma. Eftir að hafa dvalið í Los Angeles um nokkurt skeið ákvað hann að snúa aftur til Englands. Það var einfaldlega því að honum fannst Bandaríkin leiðinlegur staður. Hann dvaldi ekki lengi þar því skömmu síðar flutti hann og settist að í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Í Þýskalandi dró talsvert úr kókaín neyslu hans og byrjaði hann ma. að iðka myndlist. Í Berlín vann hann með manni að nafni Brian Eno. Hann fór einnig að stúdera Þýska raftónlist á borð við Kraftwerk og fleiri. Hann fór síðan að vinna að nýrri plötu ásamt Brian Eno. Sú plata kom út í ársbyrjun 1977 og fékk nafnið Low. Eno samdi nokkuð af efni plötunnar og er skráður fyrir Art Decade og Warszawa. Platan er án efa eitt hans besta verk, þýska raftónlistin hefur áhrif á lagasmíðina og Carlos Alomar stendur sig vel sem ryþma gítarleikari og Rick Gardener sem lead gítarleikari, enda einkennist þessi plata ma. af góðu gítarspili. Þess má einnig til gamans geta að Iggy Pop syngur í laginu What in the World og í laginu Weeping World spilar Bowie á öll hljóðfæri.