Þar sem seinasta grein mín olli vonbrigðum ætla ég að bæta það upp með grein um Nicolas Anelka.

Nicolas Anelka

Lið:Man City
Númer:9
Staða:Framherji
Fæðingardagur:14 mars ‘79
Fæðingarstaður:Versalir(Versailles)
Hæð:6’ 0''
Þyngd:12.3

Nicolas Anelka er frábær framherji en á það til að vera fýlupúki og vandræðagemlingur. Hann var ungur farinn að vekja athygli liða í Evrópðu og var hann keyptur til Arsenal í febrúar ‘97 fyrir aðeins hálfa milljón sterlingspunda í febrúar. Hann byrjaði strax að hrella varnarmenn með gífurlegum hraða og leikni. Hann skoraði sitt fyrsta mark í 3-2 sigurleik á Man Utd þar sem hann skoraði fyrsta markið. Hann skoraði 9 mörk á tímabilinu og varð einnig enskur meistari. Á næsta tímabili byrjaði mörkunum að rigna, hann skoraði 21 mark sem dugðu þó ekki til meistaratitils, því Manchester urðu efstir. Næsta tímabil lenti hann í útistöðum við Arsene Wenger knattspyrnustjóra og var að lokum seldur til Real Madrid fyrir 23 milljónir punda, 46falt meira en hann var keyptur á !
Hann náði sér aldrei virkilega á strik á Spáni og snéri heim til PSG sumarið 2000. Þar gekk honum heldur ekki vel og átti í útistöðum við stjórnina þar. Jólin ’01 gekk hann til liðs við Liverpool á lánsamningi út tímabilið til að fylla skarð Robbie Fowler. Hann var fljótur að gera usla með því að lýsa því yfir að hann væri enn betri en Robbie Fowler sem er enn guð í augum margra Liverpool aðdáenda. Hann sagði í viðtali við heimasíðu liverpool:

“Ég verð hér út tímabilið en Liverpool er stór klúbbur með frábæran ferill svo að sjálfsögðu hef ég áhuga á að vera hér áfram.
Þegar ég fór frá Arsenal var ég ákveðinn í því að snúa einhvern tímann aftur til Englands. Ég sagðist aldrei ekki líka knattspyrnan þar. Þegar ég fékk tækifæri til þess að ganga til liðs við Liverpool varð ég himinlifandi. Þetta er góð áskorun fyrir mig”

Spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið gegn Aston Villa eftir að hafa komið inná sem varamaður. Skoraði 5 mörk í 15 byrjunarliðsleikum fyrir Liverpool. Það var talið líklegt að Liverpool myndu kaupa kappann en í maí ákvað Houllier að kaupa hann ekki. Hann keypti síðar El-Hadji Diouf í staðinn.
Hins vegar keypti fyrrum Liverpool leikmaður, Kevin Keegan hann fyrir 13 milljónir sterlingspunda. Hann hefur staðið sig vel með City og ekki lent í neinum meiriháttar vandræðum nema að hann neitaði að spila með Franska landsliðinu fyrir skömmu.

Kv.

Massimo…!