Nú er það staðfest að Emile Heskey er orðinn leikmaður Birmingham og er kaupverðið 6.25 milljónir punda beint í vasa. Heskey kom til Liverpool árið 2000 frá Leicester fyrir 11. milljónir punda og er því dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Heskey hefur skorað 60 mörk í 223 leikjum fyrir Liverpool og ollið miklum vonbrigðum. Heskey verður formelga leikmaður Birmingham 1. júlí.

“Þetta eru alveg frábær kaup” sagði Steve Bruce knattspyrnustjóri Birmingham. “Hann er aðeins 26 ára, hefur spilað 40 landsleiki fyrir England og mun spila á Evrópumótinu í sumar. Að landa Heskey er stórkostlegt og ég er mjög spenntur yfir því að bæta Emile við hópinn fyrir næsta tímabil. Vonandi verður hann sá fyrsti af nokkrum stórum kaupum sem við gerum í sumar.”

Þá er einnig staðfest að Djibril Cissé gengur formlega til liðs við Liverpool 1.júlí. Kaupverðið er 6 milljónir beint í vasa, og getur það hækkað upp í 12 milljónir allt eftir árangri Cissé. Cissé sem leikur með Auxerre í Frakklandi er markahæstur í deildinni en næstur á eftir honum er Didier Drogba sem hefur verið orðaður við Man Utd.

Þá er talað um að hollenska undrabarnið Rafael van der Vaart sé á leið til Liverpool frá Ajax og segist www.liverpool.is hafa öruggar heimildir fyrir því.
Joey Barton miðjumaður Man City er einnig talinn á förum til Rauða Hersins fyrir 2.5 milljónir punda en hann er víst góður vinur fyrirliðans Steven Gerrard.

Leikmenn sem taldir eru á leið frá félaginu eru El-Hadji Diouf en hann fer líklega til Marseille í Frakklandi. Einnig eru Igor Biscan, Salif Diao og Djimi Traore til sölu. Dietmar Hamann og Stephane Henchoz eiga aðeisn eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og talið er að góðum tilboðum yrði ekki hafnað.

Þetta verður spennandi í sumar.

Kveðja,

Massimo