Eftir að hafa verið þjálfari hjá Go Ahead Eagles, Heererven og nú síðast Aston Villa tímabilið 01-02 með misjöfnum árangri, hafði gert Heererven að meisturum en áður hafði ég komið Go Ahead Egles úr 2. deild í Evrópukeppni. Það hafði ekki gengið nógu vel með Villa og sagði ég af störfum um jólin '01 og ákvað að taka mér smá frí til að sinna fjölskyldunni.
En tíu árum síðar fann ég fyrir óstjórnlegri löngun til að fara aftur í boltann og talaði við fjölskylduna og komumst við að þeirri niðurstöðu að ég ætti að fara að leita mér að nýju liði. Eftir að hafa reynt fyrir mér á Ítalíu, Englandi og Þýskalandi hélt ég til Spánar, nánar Zaragoza.
Ég ákvað að fá mér smá labbitúr um bæinn, til að skoða velli ofl. Eftir hálftíma göngu kom ég að La Romareda leikvanginum, heimavelli Real Zaragoza sem nú spiluðu í 2.deild þriðja tímabilið í röð. Ég gekk inn á þennan 34700 manna völl til að litast um. Allt í einu kom aftan að mér miðaldra maður með skalla og yfirskegg og spurði hranalega hvað ég væri eiginlega að gera, þvi þetta væri bannsvæði. Ég kynnti mig með nafni og um leið og hann heyrði nafnið mitt þá birti yfir honum og hann baðst innilegrar afsökunnar á dónaskapnum áðan.
Hann bauð mér inná skrifstofu hans og við opnuðum vínflösku og spjölluðum saman í góðum dúr. Hann spurði mig loks hvað ég væri að gera í bænum. Ég svaraði að ég væri að leita mér að liði til þess að reyna að gera að stórveldi. Þá brosti hann útað eyrum og sagði: “Ég er orðinn alveg óstjórnlega pirraður yfir því að hann Camacho kemur okkur ekki einu sinni í toppbaráttuna í 2. deild, mætti ekki bjóða þér að taka við liðinu ?”
Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og þremur dögum síðar var ég orðinn framkvæmdarstjóri liðsins.

Ég var með nokkuð sterkan leikmannahóp en þarna voru leikmenn á borð við Adriano, klassaframherji frá Brasilíu, Horacio Walter Peralta, sem ég seldi reyndar síðar til Valencia á 5.75. Liðið var í 5. sæti eftir níu leiki og leikmannaglugginn lokaður svo ég þurfti að bíða eftir 15. desember til að geta fengið leikmenn.
Á meðan þurfti ég að notast við yngri og óreyndari menn, en þeir voru þó svo sannarlega að skila sínu. Ég tapaði reyndar fyrsta leiknum mínum Oviedo 2-4 en svo k1om sigurleikjahrina og þegar leikmannaglugginn opnaðist aftur var ég í 2. sæti, stigi á eftir Villareal. Ég krækti í nokkra leikmenn þegar leikmannaglugginn opnaðist aftur en það voru þessir:

David Trezeguet free
Yildiray Bastürk free
Jaime free
Correa free
Mauro Camoranesi free
Paolo Castellini free
Jesus Castano 1.6
Darius Vassel free
David Placentino free

Þá hélt sigurgangan áfram og í byrjun mars var ég á toppnum með 1 stigi meira en Atletico Madrid. Adriano vildi ekki endurnýja samning sinn og missti ég hann því til Boavista á aðeins 1.5 milljón punda en hann færi eftir tímabilið. Það voru 13 leikir eftir af deildinni og næsti gegn Murcia. Sá leikur fór 2-1 fyrir mér og Peralta og Trezeguet með mörkin. Síðan var ég að spila alveg glimrandi bolta og Adriano og Trez að brillera frammi.
29. apríl var ég í 2. sæti, þremur stigum á eftir Atletico, og næsti leikur gegn þeim og með sigri kæmist ég í efsta sætið. Það voru nákvæmlega 49965 manns á vellinum í Madrid. Leikurinn byrjaði vel og var ég kominn yfir eftir fimm mínútur með marki Camoranesi. Cruz jafnaði fyrir þá en Vassel og Dani komu mér í 1-3, Landzaat minnkaði muninn en Dani innsiglaði sigurinn með góðu marki.
Þá voru 4 leikir eftir í deildinni og varð ég að vinna alla leikina og ég gerði það og var orðinn meistari.

Mitt sterkasta lið var svona:

GK:Esteban/Vila
DR:Niels Oude Kamphuis
DL:Paolo Castellini
DC:Pasanen
DC:Correa
DMC:Esteban(alger snilli!)
MC:Camoranesi
MC:Dani
MC:Peralta
FC:Trezeg uet
FC:Adriano

Bestu menn:

Adriano 38 leikir 27 mörk 12 stoðs. einkun 8.09
Trezeguet 25 leikir 15 mörk 5 stoðs. einkun 8.0
Peralta 38 leikir 13 mörk 7 stoðs. einkun 7.79

Adriano var markahæstur með 27 mörk og næst markahæstur í deild
Dani átti flestar stoðs. með 14

Franhald…Coming Soon

Bless á meðan;)