Rökfærsluritgerð sem ég gerði í íslensku, vonandi hafið þið gaman af þessu og megið benda mér á vitleysur.



Á að afnema bann á efedríni?

Nú hefur efnið efedrín verið mikið í umræðunni vestanhafs. Efedrín, eða ephedrine er unnið úr plöntunni Ephedra sinica, e. Ma huang eins og hún kallast á Kínversku, en plantan vex einna helst í Kína. Jurtin hefur verið notuð í yfir 5000 ár gegn astma og hita. Í apríl 2004 var efedrín bannað í Bandaríkjunum eftir að dauðsföll vegna efedrínnotkunar voru í sviðsljósinu.

Þessi dauðsföll eru vissulega ágæt, en frekar þunn mótrök. Efedrín örvar miðtaugakerfið sem skilar sér í auknum hjartslætti og blóðþrýstingi, auk þess sem líkamshiti hækkar töluvert, sem skilar sér í aukinni fitubrennslu og orku, oftast í íþróttum. Efnið er líffræðilega skylt amfetamíni, en áhrifin eru þó ekki þau sömu, heldur hefur þeim verið líkt við áhrif adrenalíns, fyrir utan þess að áhrif efedríns eru sterkari, og var mun lengur, eða í 5-6 tíma. Efedrínið er einnig vímulaust, ólíkt frænda sínum amfetamíninu. Því ætti fólk með veikt hjarta alls ekki að nota efnið, en stærsti hluti þeirra sem létust, voru einmitt með veikt hjarta, óafvitandi eða vissu einfaldlega ekki betur. Þó er til fólk sem gengur á þessu efni 24/7 og þegar áhrifin minnka og þreytan sækir að þá er bara annar skammtur tekinn. Án svefns eykst álagið á hjartað enn meir og því getur það bara endað á einn veg.

17. febrúar 2003, lést Steven Bechler, kastari hafnaboltaliðsins Baltimore Orioles. Við það tók matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna upp umræðuna um bann á efedríni, en árið 1999 hafði það reynt að fá efnið bannað, en án árangurs. Senator Orrin Hatch, sem var einna atkvæðamestur í þeim mótmælum, viðurkenndi sjálfur í framhaldinu að vandamálið væri til staðar og var efnið bannað fljótlega eftir það. Seinna kom þó í ljós að Bechler hefði áður greinst með háan blóðþrýsting, veika lifur, auk þess sem að það var hjartaveiki í ætt hans.

Í könnun sem gerð var árið 2003, þegar efedrín var ennþá löglegt í Bandaríkjunum kom í ljós að á milli 12-17 milljónir Bandaríkjamanna notuðu efnið daglega til að halda aukakílóunum í skefjum. Hvort sem um var að ræða veik efni á borð við Ripped Fuel sem innihalda 10mg/tafla eða sterkari á borð við El Tigre(sjá mynd) sem innihalda allt að 40mg/tafla.

Um 1000 tilfelli höfðu verið skráð um alvarlegar aukaverkanir efedríns á árunum 2001-2004, og má líta svo á það að það sé mikið, en sé litið á heildarnotkun, eða um 12.000.000 tilfelli er það ekki svo stórt hlutfall, eða um 0,0083%. Þess má geta að um 440.000 Bandaríkjamenn deyja ár hvert af völdum reykinga. Nú búa um 300 milljónir manna í Bandaríkjunum, sem gefur okkur það að árlega deyr 0,147% Bandarísku þjóðarinnar vegna reykinga, en um 22 prósent hennar reykja. Það gefur okkur einnig þá tölu að 0,67% reykingamanna lætur lífið árlega, vegna reykinga. Þess má geta að undir alvarlegar aukaverkanir falla hjartatruflanir, og fleira sem olli ekki dauða. Ef við höldum áfram í tölfræðinni þá létust 110,640 Bandaríkjamenn á síðasta ári vegna drykkju. Það gerðist á einu ári, en síðan efedrín kom á Amerískan markað árið 1994 hafa alls 155 látist.

Að öðrum málum, eftir að efedrín var bannað í Bandaríkjunum jukust dauðsföll vegna offitu gífurlega, eða um 4% og létust ma. fleiri á þeim stutta tíma, en vegna efedrínnotkunnar í 10 ár. Það skilar sér í auknum kostnaði ríkisins og því hefur umræða verið um að lögleiða efnið á ný og talið er að það sé væntanlegt á leyfislista OPEL(alþjóða lyfjaeftirlitið) fyrir árið 2008 til að sporna gegn offituvandamálum, einkum í Bandaríkjunum. Daglega deyr 821 Bandaríkjamaður úr offitu, og það eru gífurlega sláandi tölur.

Mín skoðun er því sú að efedrín ætti að vera leyfilegt, amk. í samráði við lækni enda er þetta mjög gott og hagnýtt lyf með réttri notkun, enda sýna rannsóknir að alkahól og tóbak eru mun hættulegri efni.