Ætla að feta í fótspor TheCrusher sem sendi inn grein um sýnar uppáhaldsplötur.

[1980]Black Sabbath - Heaven and Hell
Heavy Metal


Ætli það sé ekki við hæfi að byrja þetta á konungum metalsins. Þegar þarna er komið hefur Ozzy verið rekinn fyrir eiturlyfjaneyslu, og söngvari Rainbow, Ronnie James Dio verið ráðinn. Hann tók jafnframt yfir textasmíði. Útkoman var meistaraverkið Heaven and Hell sem er að margra mati besta plata þeirra. Hún kikkar inn með slagaranum Neon Knights og eftir fylgja 7 mögnuð lög. En toppinum er náð með titillaginu, algjör fullkomnun. Að mínu mati voru þessi söngvaraskipti það besta sem gat skeð fyrir Sabbath og Dio tekur þá algjörlega í nýjar hæðir, í lagasmíði og söng.

“They say that live's a carousel.
Spin it fast you've got to ride it well.
The world is full of kings and queens,
that blind your eyes and steal your dreams, it's heaven and hell.”

-Heaven and Hell

[1992]Dream Theater - Images & Words
Progressive Metal


Eftir frumburð sinn, When Dream and Day Unite, tóku Dream Theater sé hlé og meðan á því stóð þá hætti þáverandi söngavri, Charlie Dominici. Þeir fengu í staðinn kanadíska söngvarann Kevin J. LaBrie, sem kallaði sig reyndar eftir það James LaBrie til að forðast misskilning við hljómborðsleikarann Kevin Moore. Platan sló gjörsamlega í gegn í metalheiminum og ný stórsveit var fædd. Það sem einkennir plötuna helst er fjölbreytileiki og hljóðfæraleikur. Hápunkar plötunnar eru að mínu mati Pull Me Under, Another Day og Metropolis. Reyndar er ekki slakt lag á þessu meistaraverki. Þrátt fyrir að allar plötur þeirra séu góðar þá er þetta sú sem maður getur látið renna í gegn og látið sér líða vel allann tímann.

“I was told there’s a miracle for each day that I try
I was told there’s a new love that’s born for each one that has died
I was told there’d be no one to call on when I feel alone and afraid”

-Metropolis Part 1 – The Miracle and the Sleeper

[2002]Symphony X – The Oddyssey
Progressive/Neoclassical Metal


Þarna er kominn nýjasti diskur progressive meistaranna í Symphony X, ekki síðri hljóðfæraleikarar en Dream Theater og er ég reyndar farinn að hlusta meira á þá en Dream Theater. Þetta er fyrsti diskurinn sem ég keypti með þeim og sé alls ekki eftir því. Fyrstu 7 lögin eru öll ótrúlega góð og má þar nefna Accolade II, Inferno og Wicked, en þau eiga samt sem áður ekkert í titillagið; Um 25 mínútur af stakri snilld beint í æð. Ótrúlegur sinfoníukafli sem er síðan yfirtekinn af gítarplokki með fallegri laglínu. Síðan verður lagið þyngra sem á líður og endar síðan á ótrúlega melódískum kafla og síðan að lokum gítarplokkinu og laglínunni úr byrjuninni. Textinn er síðan byggður á sögunni um Odyseif úr grískri goðafræði. Saga sem allir ættu að kynna sér, og hún útskýrir textann. Það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessu verki almennilega en ég geri mitt besta. Þessi diskur er bara buy or die.

“On the field - with sword and shield
amidst the din of dying man's wails
War is waged - and the battle will rage
until only the righteous prevail”

-Accolade II

[2003]Dragonforce – Valley of the Damned
Extreme Power Metal


Þessi fyrsta plata bresku meistaranna í Dragonforce kom þeim eftirminnilega á stjörnuhimininn. Þarna tóku þeir power metal stefnuna á annað level með ótrúlega hröðu spili og melodíum sem láta hina hörðustu þungarokkara gráta.
Epíkin er ótrúleg og Sam og Herman ná ótrúlega vel saman á gítarnum og öll spilamennskan er til fyrirmyndar. Maður sér reyndar að þeir hafa viljandi sett öll ‘betri lögin’ fremst á diskinn. Valley of the Damned, Black Winter Night og Disciples of Babylon eru hápunktarnir og þá sérstaklega instrumental breakdownið í síðastnefna laginu. Mikill jazzfýlingur í því. En án nokkurs vafa diskur sem þú átt að versla ef þú ert ekki búinn að því.

On the black wind forever we ride on together
Destroying your evil with freedom our guide
When the master will storm us
He stands high before us
Our hearts filled with splendour
Our swords will shine over the light

-Valley of the Damned

[2005]Kult Ov Azazel - The World, The Flesh and the Devil
Black Metal


Ég mun aldrei teljast stór black metal aðdáandi er ég hræddur um, en þessi plata heillaði mig við fyrstu hlustun. Mjög flottar melodíur og hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar. Þið sjáið kannski coverið og hugsið ‘þetta er nú bara eitthvað grín’, en ekki dæma bókina eftir kápunni, þetta er mjög ill og satanísk plata, sem er ekki verra. Mín uppáhalds lög eru An Eternity With Satan, The World is Full of Violance og Bloodstained Path To Victory. Fann enga texta á netinu.

[1983]Dio – Holy Diver
Heavy Metal

Þarna ertu kominn með flottasta heavy metal disk allra tíma. Held að flestir sem hafa hlustað á þennan disk séu á sama máli. Dio fær frábæra spilara í þeim Vinnie Appice, Jimmy Bain og Vivian Campbell til að spila á hljóðfæri og er útkoman eftir því. Titillagið er líklega frægasta lagið hans, meina hversu oft hefur maður ekki lent í því að spyrja einhvern ‘Hey, fílaru Dio?’ og fengið svarið ‘Njaaa, hef bara heyrt Holy Diver’ En þarna inn á milli leynast demantar eins og Rainbow in the Dark auk fallegasta þungarokkslagi allra tíma; Don’t Talk To Strangers. Dio sýnir hér að undir hvaða nafni hann kemur fram, getur hann ekki klikkað á því að færa heiminum eðal þungamálm. Amen.

Don't smell the flowers
They're an evil drug to make you lose your mind
Don't dream of women
'Cause they only bring you down

-Don’t Talk to Strangers

[2005]Opeth – Ghost Reveries
Progressive Death Metal


Í fyrra gáfu Opeth út sína 8 plötu. Margir sögðu að þeir væru að verða búnir á því og lá við að þeir afneituðu þeim bara. Ég hinsvegar kolféll við plötunni við fyrstu hlustun. Um leið og upphafslagið Ghost of Perdition rann inn í eyru mín vissi ég að ég ætti ekki eftir að ýta á stoptakkann fyrr en platan kláraðist. Það varð raunin. Mikael er í fantaformi og Martin Lopez fer á kostum fyrir aftan settið, leiðinlegt að hann skyldi hætta. Diskurinn er fullur af djúpum textum, fallegum melodíum og flottum þungarokksköflum. En hápunkturinn er að mínu mati Reverie/Harlequin Forest, lag sem hefur allt, rokkaða söngkafla, ótrúlega flotta deathmetal hluta, melodísk break með undurfögrum söng, allt í einum pakka. Þessir menn eru modern day Pink Floyd, og allt sem þeir gera er snilld. Ég bíð spenntur eftir nýju efni frá þeim.

“There falls another
Vapor hands release the blade
Insane regrets at the drop
Instruments of death before me”

-Reverie/Harlequin Forest

Fullt af böndum sem ég væri til í að skrifa um; Pagan’s Mind, Katatonia og Death tam. og aldrei að vita hvort ég geri það næst. Það veltur allt á viðbrögðunum hérna.

Takk fyrir.