Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Quadro
Quadro Notandi frá fornöld 438 stig

Ráðleggingar fyrir veturinn (11 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nú þegar sumartíminn er senn á enda er mikilvægt að kylfingar leggi ekki settunum og taki sér “frí” fram yfir áramót. Besti tími til breytinga og til að bæta það sem betur má fara er einmitt á haustmánuðum og fyrstu mánuðum vetrar. Líkaminn er í góðu formi og kylfingar eru í sinni bestu æfingu og þá er einmitt tíminn til að bæta um betur og setja sér strax markmið fyrir næsta ár og hafa samband við kennara. Þessi tími er best nýttur til að ráðast í sveiflubreytingar. Stutta spilið á að vera...

Furðulegar aðstæður golf.is (10 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég er sjálfsagt ekki sá eini sem eyði tíma mínum í að fylgjast með fregnum úr golfheiminum og gjarnar lít ég til síða eins og golf.is og hugi.is. Eitt er mér þó vonlaust að skilja og það er umsjón á blessaðri og margumtalaðri golf.is. Merkilegast er kannski saga og uppruni hennar, en svo vildi til að nokkrir einstaklingar tóku sig saman og byrjuðu að hanna síðu sem þeir seinna meir buðu GSÍ, sem tók á þeim tíma vel í framtakið en voru jafnframt um leið byrjaðir að vinna í þessum málum. Það...

Kristín Elsa (7 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Kristín Elsa Erlendsdóttir, kylfingur úr GK hefur haslað sér völl og tilkynnt að hún muni framvegis spila með Danska landsliðinu. Kristín sem er fyrrum Íslandsmeistari og eitt mesta efni á Íslandi er fædd í Danmörku svo hún er með tvöfalt ríkisfang, sem gefur henni möguleika á að leika með Dönum. Kriistín hefur verið við nám í Danmörku í nokkur ár ásamt því að vera búsett þar um hríð. Mikill missir verður vafalaust af Kristínu Elsu í framtíðinni en hugi.is/golf óskar henni velfarnaðar á...

Styttist í sumarið (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Núna styttis í sumarið og fleiri og fleiri skylfingar flykkjast til að dusta rykið af kylfunum sem setið hafa einmana í skúrnum í nokkra mánuði. Aðsókn að t.d. Sporthúsinu hefur aukist jafnt og þétt og gera margir sér leið til æfinga. Klúbbarnir af höfuðborgarsvæðinu eru margir með tíma í húsinu og er gaman að sjá hvernig æskan virðist taka vel í íþróttina. T.d. var ég staddur þar þegar tugir ungir og efnilegir krakkar voru mættir á æfingu hjá GK, hjá Herði Arnars um daginn. Þeir sem ekki...

Háskólagolf í USA (8 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sælir félagar Mig langaði aðeins að benda á þann möguleika sem margir eiga varðandi nám í Bandaríkjunum. Margir af okkar fremstu kylfingum hafa farið þessa leið, þ.e. nýta þá hæfileika sem þeir búa yfir til að fá styrki til að stunda það sem þeim finnst gaman að gera og fá góða og haldbæra menntun í leiðinni. Taka má sem dæmi Örn Ævar, Ottó Sig, Halla Heimis, Úlfar Jóns, Sigurpál Sveins, Bjössa Knúts, Kristinn G Bjarna og svona mætti lengi áfram telja. Ef þið hafið áhuga á að reyna þessa...

Mikilvægi leikskipulags ("Course Management") (9 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sælir golfarar Langaði til að fjalla aðeins um leikskipulag og mikilvægi þess er haldið er á völlinn. Undanfarin ár hefur færst mikið í vöxt ný og ný atriði sem lúta að golfinu. Líkamleg þjálfun, ný og betri tækni og sálfræðin á bak við leikinn. Eitt af þeim atriðum sem meira hefur verið lagt upp úr í dag en áður, er leikskipulag eða “Course Management”. Lengi hefur það verið viðloðandi við íslenska kylfinga að leikskipulag þeirra sé víða vanbúið enda sýnt sig í helstu mótum í gegnum árin,...

Vetraræfingar!! (5 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þar sem sumrinu er nú í óða önn að ljúka er rétta ð fara aðeins yfir inniæfingar sem taka munu við eftir ánægjulegt sumar. BYRJAÐU SNEMMA! Mikilvægt er að taka sér frí frá íþróttinni í sem skemmstan tíma. farðu að huga að æfingum helst fyrir áramótin og vertu kominn í form áður en út á völl er haldið að vori. Margir leggja kylfunum of snemma og dusta ekki rykið af þeim fyrr en komið er fram í apríl, maí. Því miður er það of seint og verða því vormánuðir oft gremjulegir og sumrið sem ekki er...

Ummæli blaðamanns Morgunblaðsins (2 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Skeggrætt hefur verið um undanfarna daga um ummæla Skúla nokkurs, blaðamanns hjá Morgunblaðinu, þar sem hann ræðir um Toyotamótaröðina og þá litlu umbun sem golfarar eru að fá fyrir sinn snúð fyrir þáttöku og val á landsliði ætti að taka mið af mótaröðinni. Að nokkru leiti get ég verið sammála Skúla um að betur megi fara hjá Golfsambandinu varðandi mótaröðina, þeir eru þó búnir að byggja hana upp og fá út á hana auglýsingu í dag, en virðast hafa hugsað heldur mikið um sinn snúð heldur en...

Sveitakeppnir (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Núna eru sveitakeppnir Golfsambands Íslands í fullum gangi um síðustu helgi voru háðar keppnir unglinga og vill ég nota tækifærið og óska sigurvegurum jafnt sem öllum keppendum til hamingju með sigur og þáttöku. Mikil keppni hefur verið háð hin síðustu ár og margar sveitir hafa iðulega lagt til keppni. Því miður virðist þróunin þó sú að liðum hefur fækkað og var til að mynda einungis 9 lið skráð til keppni í 16-18 ára flokki, þar af voru sumir klúbbar með A og B lið. Eitthvað virðist vanta...

60 landsmóti Íslands lokið (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eftir 4 frábæra daga á Strandarvelli á Hellu er landsmótinu lokið. Veðrið lék við kylfina og frábær skor létu dagsins ljós. Sigurpáll Geir Sveinsson GA spilaði frábært golf er hann lauk leik á 9 undir pari hans þriðji Íslandsmeistaratitill í höfn, ´94 ´98 og ´02 greinilega kemur sér í gang á fjögurra ára fresti. Ólöf María spilaði einnig gríðarvel og átti sigun svo sannarlega skilið en hún setti jafnframt vallarmet á 72 holunum. Eins og áður sagði lék veðrið við mótsgesti, og öll framkvæmd á...

Landsmót 2001 (1 álit)

í Golf fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sælir golffélagar Nú er landsmótið í golfi eins og allir vita á Grafarholtinu, 2 dagar liðnir og í forystu eru þeir jafnir, Ólafur Már og Örn Ævar og hafa vægast sagt sýnt frábært golf á mjög svo erfiðum og góðum Grafarholtsvellinum. Annað hefur verið í deiglunni vegna landsmótsins en það eru brot á reglugerð GSÍ við framkvæmd mótsins. Í fyrsta lagi var völlurinn lokaður vegna Pro-Am boðsmóts sem einungis fáir fengu að taka þátt í, en það sem mest hefur borði á er niðurröðun á öðrum degi...

Landslið Íslands (3 álit)

í Golf fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Eins og sjálfsagt allir kylfingar vita er Íslenska landsliðið að keppa á evrópumóti áhugamanna í Svíþjóð núna. Strákarnir spiluðu stórkostlega í vikunni í höggleiknum og komu sér inn á meðal A-þjóða (efstu 8). Ekki nóg með það heldur brutu þeir blað í sögu íþróttarinnar þegar þeir lögðu af velli Svía í gær (5/7) og eru komnir í undanúrslit mótsins, frábær árangur hjá strákunum og Staffan á heiður skilið fyrir gríðarlega uppbyggingu, en við skulum ekki gleyma járnkallinum Ragnari Ólafssyni...

A real lady Tiger!!! (0 álit)

í Golf fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Karrie Webb nær sögulegum árangri AP Karrie Webb var hugsað til afa síns eftir að hún hafði lokið keppni. Ástralski kvenkylfingurinn Karrie Webb náði sögulegum áfanga í gær er hún sigraði á LPGA meistaramótinu í golfi. Webb, sem er 26 ára gömul, hefur þar með sigrað á öllum fjórum risamótunum í kvennagolfi. Fyrir þremur vikum sigraði hún á opna bandaríska mótinu. Í fyrra sigraði hún á Nabisco meistaramótinu og á Maurier Classic árið 1999. Webb lék síðasta hringinn á 69 höggum og samanlagt á...

Arctic Open (1 álit)

í Golf fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hið skemmtilega miðnæturmót Arctic Open fer fram dagana 20-23 júní næstkomandi á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið verður veglegt í ár jafnt sem síðustu ár, mikill fjöldi erlendra gesta er að koma og verður án efa glatt á hjalla. Nokkrir af bestu kylfingum landslins verða með, og gefur það skemmtilegan blæ, eins og sýndi sig í fyrra þegar hörkukeppni var háð á milli sterkra manna og má þar nefna Björgvin Sigurbergsson sem fór með sigur af hólmi. Reyndar skyggir það örlítið á að GSÍ gat ekki sýnt...

Masters 2001 (4 álit)

í Golf fyrir 23 árum
Jæja þá er komið að því Masterinn er að far í gang á fimmtudaginn kemur og gaman verður að sjá hver fer með sigur af hólmi þetta árið. Það verður nú hverr Íslendingur að halda með nýju stjörnunni á Evróðutúrnum Pierre Fulke, þar sem hann er þjálfaður af Staffa Johanson landsliðsþjálfara, við vonandi sjáum svo Bigga Leif þarna fljótlega. Annars er Tigerinn sterkur um þessar mundir eftir slæma byrjun í ár og hefur tekið síðustu tvö mót með pompi og prakt. Duval hefur átt við meiðsli að stríða...

Spánarmót (7 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þeir sem hafa litið inn á síðu GSÍ golf.is hafa sennilegast séð að nú eru 6 kylfingar á vegum landsliðsins á Spáni. Því miður voru skorin á fyrsta degi ekki ýkja góð en mér þætti nú gaman að vita hvernig að vali á liðinu er staðið. Ekki er Íslandsmeistarinn okkar hann Björgvin meðal keppenda, né fleiri sem stóðu sig vel á síðastliðnu ári. Þorsteinn Hallgríms, Örn Ævar, Ómar Halldórs, Heiðar Braga, ásamt fleirum. Hvernig ætli sé með þetta farið og hverja teljið þið að hefðuð frekar átt að...

Atvinnumenn með í almennum mótum á Íslandi (5 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fyrst margir hafa verið að tala um að atvinnumenn ættu ekki að fá að vera með í mótum hér heima er kannski rétta ð henda málinu niður og reyna að líta á það frekar í ljósi þeirra afleiðinga sem ég held að það eigi eftir að hafa í för með sér. Í fyrsta lagi þá held ég að á næstunni komi menn til með að verða atvinnumenn þar sem nú stoppar þá ekkert í því að vera með í öllum þeim mótum sem þeir vilja. Það sem ég held að gerist er það að margir af bestu kylfingum landsins komi til með að afsala...

Koinn tími á nýtt efni (2 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Fyrst er kannski hægt að byrja á því sem er að gerast í golfíþróttinni hérna heima. Núna um helgina fara fram landliðsæfingar og einnig um þá næstu. Hið nýja kerfi sem hreyfingin hefur sett af stað undir forystu Staffan Johanssonar hefur farið vel af stað og greinilegt að mikill metnaður sé í mönnum að gera eitthvað málunum, en það hefur verið synd að sjá hversu litlu fjármagni er eytt í landsliðsfólk á undanförnum árum. Ef vel á að fara verða hlutirnir að breytast mikið og það fljótt....

EM 2002 (2 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mikil umræða hefur farið fram vegna EM unglinga á Íslandi 2002. Þá sérstaklega vegna staðsetningu á mótinu. GSÍákvað á dögunum að gefa GR kost á því að halda mótið og standa þeir vel að því. Miklar framkvæmdir standa yfir á vellinum og nýtt og stórt æfingarsvæði kemur til með að líta dagsins ljós fyrir mótið. Það sem menn hafa verið að kvarta yfir hvað mest er af hverju GR fær alltaf öll mót!! Það er reyndar ekki satt, þar sem alþjóðamót sem haldin hafa verið á ‘Islandi undanfarin ár hafa...

Nýjar keningar í golfheiminum (4 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Undanfarin ár höfum við séð nýjar kenningar hvað varðar sveiflur. Sú var tíðin að fólk notaðist við háa sveiflu sem var mikið vart við á Islandi er John Garner var landsliðsþjálfari. En með tilkomu nýrrar sveiflu sem á uppruna sinn frá Bandaríkjunum, sem sést einna best hjá Tiger Woods hefur átt sér stað bylting í íþróttinni. Svíar hafa tekið upp þessa stefnu og hefur reynst þeim mjög vel. Nýja sveiflan byggist á samhæfingu líkamans með mun meiri snúningi sem leiðir af sér mun meiri nákvæmni...

Hugleiðingar um vetur (1 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eins og svo margir vita er veturinn oft erfiður kylfingum og hefur þessi vetur einkennst af sérstaklega miklum kulda og lélegum inniaðstæðum. Þegar hart er í búi er rétt að líta á aðstæður með jákvæðu hugarfari og kanna allar hliðar málsins. Eins og mikið hefur verið rætt um hér eru lélegar astæður til iðkunar. Málið er hinsvegar það að um vetur er lítið annað hægt að gera en að vinna að sérstökum þáttum leiksins. Sveiflan er það sem sérstaklega má vinna í. Veturinn er reyndar albesti tíminn...

Tígurinn (0 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Öll þessi umræða um Tiger er nú örlítið grátleg. Það að geta sagt að hann verði ekki alltaf bestur er erfitt að færa rök fyrir. Eins og greinahöfundur (jogi) bendir á þá hafi David Duval dottið niður og ekki unnið mót í mánuði, en rétt er að benda á að Tiger datt niður á sínum tíma, þ.e. eftir að hann vann Masterinn í fyrsta sinn. Tigerinn er hreinlega svo langt á undan sýnum samtíma, og hvað varðar Ástrálska strákinn þá hefur ekkert sést til hans í fleiri mánuði núna. Duval hefur svo sem...

Landsmót 2000 (0 álit)

í Golf fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Eins og komið hefur fram í grein while fer landsmótið fram á norðuræandi í ár. Sem einn af skipuleggjendum mótsins hvet ég alla að fara að huga að skráningu og öðru sem við kemur mótinu. 3. flokkur kk keppir á Sauðárkrók í ár, 2. flokkur kk keppir á Húsavík, en aðrir flokkar munu etja kappi á jaðarsvelli. Búast má við spennandi keppni og hefur sýnt sig í sumar að margir komi til með að berjast um sigurinn. Skráningu lýkur þann 2. Ágúst næstkomandi og er því rétt að fara að huga að gistingu...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok