Fyrst er kannski hægt að byrja á því sem er að gerast í golfíþróttinni hérna heima. Núna um helgina fara fram landliðsæfingar og einnig um þá næstu. Hið nýja kerfi sem hreyfingin hefur sett af stað undir forystu Staffan Johanssonar hefur farið vel af stað og greinilegt að mikill metnaður sé í mönnum að gera eitthvað málunum, en það hefur verið synd að sjá hversu litlu fjármagni er eytt í landsliðsfólk á undanförnum árum. Ef vel á að fara verða hlutirnir að breytast mikið og það fljótt. Vonandi komum við einnig með að sjá nýja hreyfingu í íþróttinni með góðum kylfingum sem ná vonandi að standa undir eftirvæntingum sem atvinnumenn, og er þar einna helst horft til Birga Leifs Hafþórssonar. Svo verður gaman að fylgjast með landsmóti í sumar þar sem nú er tækifæri fyrir atvinnumenn einnig að spila með og veita bestu áhugamönnunum meiri keppni en verið hefur og vonandi gefur það af sér meiri áhorf og áhuga á íþróttinni almennt. Jafnvel þó hún sé á góðri leið með að verða mest stundaðasta íþróttin á landinu. Annar má líka henda fram spurningunni hversu mikið fylgist þið með íslensku mótaröðinni í sjónvarpinu á sumrin?