Eftir 4 frábæra daga á Strandarvelli á Hellu er landsmótinu lokið. Veðrið lék við kylfina og frábær skor létu dagsins ljós. Sigurpáll Geir Sveinsson GA spilaði frábært golf er hann lauk leik á 9 undir pari hans þriðji Íslandsmeistaratitill í höfn, ´94 ´98 og ´02 greinilega kemur sér í gang á fjögurra ára fresti. Ólöf María spilaði einnig gríðarvel og átti sigun svo sannarlega skilið en hún setti jafnframt vallarmet á 72 holunum. Eins og áður sagði lék veðrið við mótsgesti, og öll framkvæmd á mótinu var til fyrirmyndar, og völlurinn aldrei verið betri, og mæli ég eindregið með því að fólk spili völlinn við fyrsta tækifæri.