Þeir sem hafa litið inn á síðu GSÍ golf.is hafa sennilegast séð að nú eru 6 kylfingar á vegum landsliðsins á Spáni. Því miður voru skorin á fyrsta degi ekki ýkja góð en mér þætti nú gaman að vita hvernig að vali á liðinu er staðið. Ekki er Íslandsmeistarinn okkar hann Björgvin meðal keppenda, né fleiri sem stóðu sig vel á síðastliðnu ári. Þorsteinn Hallgríms, Örn Ævar, Ómar Halldórs, Heiðar Braga, ásamt fleirum.

Hvernig ætli sé með þetta farið og hverja teljið þið að hefðuð frekar átt að fara fyrir Íslandi þarna?