Sælir félagar

Mig langaði aðeins að benda á þann möguleika sem margir eiga varðandi nám í Bandaríkjunum.
Margir af okkar fremstu kylfingum hafa farið þessa leið, þ.e. nýta þá hæfileika sem þeir búa yfir til að fá styrki til að stunda það sem þeim finnst gaman að gera og fá góða og haldbæra menntun í leiðinni. Taka má sem dæmi Örn Ævar, Ottó Sig, Halla Heimis, Úlfar Jóns, Sigurpál Sveins, Bjössa Knúts, Kristinn G Bjarna og svona mætti lengi áfram telja.
Ef þið hafið áhuga á að reyna þessa leiðina, þá er samt að mörgu að huga áður en sótt er um. Það þarf mörg leyfi til að vera gjaldgengur í golfinu, þú þarft að taka TOEFL próf, SAT prófið verður þú að vera búinn að taka og svo þarf að senda upplýingarnar á svokallað Clearing House.

SAT: Er einungis tekið nokkrum sinnum á ári svo veriði fljót að sækja um próftöku
TOEFL: Er tekin hjá Fulbright stofnuninni í Reykjavík.

Ýmsar upplýingar er hægt að fá hjá Fulbright stofnunni svo veriði ófeimin við að fá aðstoð.

Mikilvægast er að vera byrjaður að leita að skólum 1-2 árum áður en útskrifast er úr framhaldsskóla. Skólar eru yfirleitt búnir að ákveða hvaða nýliðar eru teknir inn með þónokkrum fyrirvara, munið yfirleitt eru ekki nema 1 til 3 teknir inn hjá hverju liði á ári, og þúsundir eru að sækjast um hituna.

Verið hógværir á hvaða skóla þið sækist eftir. Reynið að komast í D1 eða fyrstu deild, en það þýðir í raun að meiri peningar eru settir í liðið en í deildum fyrir neðan. Það þarf ekki að vera besti skólinn, mikilvægara er að þið fáið að spila reglulega í mótum.

Setjið upp góða ferilskrá sem inniheldur reynslu af til dæmis landsliðum og skor í mótum, það er það sem mest er horft í hjá útlendingum.

Nýtið einnig þau tengsl sem fyrrum nemar úti eru búnir að mynda, þeir þekkja þjálfarana og hvort staðurinn sé í lagi eða ekki, lærið af reynslu annarra því hún er orðin þónokkuð mikil hér á landi.

Svo vona ég að ykkur takist að komast í nám á styrj úti, þetta er ómetanleg reynsla sem þið getið lært heilmikið af.

Með kveðju
Quadro