Undanfarin ár höfum við séð nýjar kenningar hvað varðar sveiflur. Sú var tíðin að fólk notaðist við háa sveiflu sem var mikið vart við á Islandi er John Garner var landsliðsþjálfari. En með tilkomu nýrrar sveiflu sem á uppruna sinn frá Bandaríkjunum, sem sést einna best hjá Tiger Woods hefur átt sér stað bylting í íþróttinni. Svíar hafa tekið upp þessa stefnu og hefur reynst þeim mjög vel. Nýja sveiflan byggist á samhæfingu líkamans með mun meiri snúningi sem leiðir af sér mun meiri nákvæmni og betri spilamennsku. Íslendingar eru hinsvegar enn aðeins á eftir en samt sem áður á réttri braut. Kennarar hér á landi eru farnir að mennta sig eftir nýju kerfi við Sænska próaskólann og eigum við eflaust eftir að sjá nýja og unga upprennandi kylfingu í alra nánustu framtíð með nýjar hugsanir og aðrar kenningar en þær sem einkennt hafa golfið hér á landi í þónokkurn tíma. Mjög got mál og vonandi verður það til þess að við eignumst kylfing á allra fremstu túrum í framtíðinni