Eins og komið hefur fram í grein while fer landsmótið fram á norðuræandi í ár. Sem einn af skipuleggjendum mótsins hvet ég alla að fara að huga að skráningu og öðru sem við kemur mótinu. 3. flokkur kk keppir á Sauðárkrók í ár, 2. flokkur kk keppir á Húsavík, en aðrir flokkar munu etja kappi á jaðarsvelli. Búast má við spennandi keppni og hefur sýnt sig í sumar að margir komi til með að berjast um sigurinn. Skráningu lýkur þann 2. Ágúst næstkomandi og er því rétt að fara að huga að gistingu og öðru sem því viðkemur.

Rétt er líka að benda á að nýtt og breytt fyrirkomulag verður á í ár, þar sem illa fór með rásröð flokka í fyrra á síðasta degi landsmóts koma allir flokkar nema meistaraflokkur karla og kvenna til með að klára á laugardegi. Þetta er gert til að aðrir flokkar geti fylgst með úrslitadegi landsmótsins í meistaraflokki á sunnudeginum.
Við vonum svo að við sjáum sem flesta á norðurlandi 9. Ágúst næstkomandi.