Sælir golfarar

Langaði til að fjalla aðeins um leikskipulag og mikilvægi þess er haldið er á völlinn.

Undanfarin ár hefur færst mikið í vöxt ný og ný atriði sem lúta að golfinu. Líkamleg þjálfun, ný og betri tækni og sálfræðin á bak við leikinn. Eitt af þeim atriðum sem meira hefur verið lagt upp úr í dag en áður, er leikskipulag eða “Course Management”. Lengi hefur það verið viðloðandi við íslenska kylfinga að leikskipulag þeirra sé víða vanbúið enda sýnt sig í helstu mótum í gegnum árin, en sem betur fer hefur verið breyting á. Gott dæmi um gott leikskipulag er að samhæfa æfingar við leikskipulag. Í dag spilast vellir styttri en þeir gerðu áður, með nýrri tækni, og oftar en ekki eru menn með 120 metra högg eða minna inn á grín. Góð leið til að bæta leik sinn er að reyna að stíla alltaf á sömu lengdina, t.d 70, 90 og 120 metra á æfingasvæðinu og fá tilfinningu fyrir lengdinu og skotmarkinu. Ef þú hefur lagt rækt við að æfa þessar þrjár lengdir samviskusamlega í hverri viku er ekki ólíklegt að þú farir smám saman að sjá að auðveldara og auðveldara verður að hitta grínið frá þessum lengdum, svo viltu ekki vera meira en 8 metra frá holu svo 5 metra o.s.frv. Þetta gerir það að verkum að þú ert að spara þér fjölda högga með réttum æfingum og réttu leikskipulagi, ekki reyna við grín á par fimm úr eerfiðu færi, settu boltann í þá lengd sem þú ert búinn að æfa og sláðu þaðan, líkurnar eru meiri á fugli.

Sv er annað atriði að vera ekki alltaf að einblína á holuna. Ef holan er 2 metra frá vinstri kanti miðaðu 3 metra hægra megin við hana, því þá hefurðu 5 metra til að hlaupa upp á í staðinn fyrir “2 metra” ef höggið misferst. Það þarf ekki nema ein slík mistök til að kosta þig 1-3 högg á holu og fyrir hvað “græðgi”? Spilaðu af skynsemi!

Skynsamlegt er að fá þjálfara til að taka sig með út á völl og láta hann benda sér á oft auðvelda hluti sem maður gerði sér ekki alveg grein fyrir, því út á vellinum sparar maður yfirleitt fleiri högg með réttri hugsun heldur en á æfingasvæðinu lemjandi fötu eftir fötu.

Gerðu leikinn auðveldann og um leið betri og mun skemmtilegri

Kveðja Quadro