Ég er sjálfsagt ekki sá eini sem eyði tíma mínum í að fylgjast með fregnum úr golfheiminum og gjarnar lít ég til síða eins og golf.is og hugi.is. Eitt er mér þó vonlaust að skilja og það er umsjón á blessaðri og margumtalaðri golf.is. Merkilegast er kannski saga og uppruni hennar, en svo vildi til að nokkrir einstaklingar tóku sig saman og byrjuðu að hanna síðu sem þeir seinna meir buðu GSÍ, sem tók á þeim tíma vel í framtakið en voru jafnframt um leið byrjaðir að vinna í þessum málum. Það endaði reyndar svo að ákveðið var að semja við aðra aðila og flestum hugmyndum þessara ungu frumkvöðla var stolið og nýtt af öðrum. Í dag stendur svo þessi líka fína síða sem nánast aldrei er hgt að komast inná, og veldur meiri usla en ánægju. Nýlega var tilkynnt um nýjan server sem átti að hýsa svæðið og tryggja framtíð þessarar glæstu síðu og um leið auglýst svo vel á síðunni. Síðan þá hefur hún legið oftar niðri en nokkurnn tímann áður. Svo lýsa stjórnendur GSÍ því yfir að síðan sé aldrei í ólagi.

Er ekki kominn tími til að við fáum hlutlausan aðila til að sjá um þessi mál, það eru komin of mörg ár af slæmri reynslu af stjórnendum GSÍ til að halda utan um slíka hluti. Eitt er víst að nógu miklar tekjur er GSÍ að hafa af kylfingum landsins til að þessir hlutir geti verið í lagi

Quadro