Skeggrætt hefur verið um undanfarna daga um ummæla Skúla nokkurs, blaðamanns hjá Morgunblaðinu, þar sem hann ræðir um Toyotamótaröðina og þá litlu umbun sem golfarar eru að fá fyrir sinn snúð fyrir þáttöku og val á landsliði ætti að taka mið af mótaröðinni. Að nokkru leiti get ég verið sammála Skúla um að betur megi fara hjá Golfsambandinu varðandi mótaröðina, þeir eru þó búnir að byggja hana upp og fá út á hana auglýsingu í dag, en virðast hafa hugsað heldur mikið um sinn snúð heldur en þáttakenda (það virðist oft gleymast að án kylfinganna fengju þeir ekkert í kassann). Reyndar er árið 2002 það fyrsta sem virkileg verðlaun eru í boði í þessum mótum, og þau hæstu sem leyfilegt er að veita áhugamönnum í golfi fyrir hvert mót, enda vita flestir hversu strangar reglur þar eru. Þó fer blaðamaður út í val á landsliði og fnnst mér rétt að árétta aðeins og bæta við þær heimildir sem hann hefur í sinni vörslu. Í fyrsta lagi var það mikill plús þegar landsliðsþjálfaranum var gefið leyfi til að velja allan þann hóp sem hann vill taka, því raunin hefur verið sú undanfarin ár að margir af okkar bestu kylfingum geta ekki keppt á öllum mótunum vegna t.d. skóla erlendis og má þar nefna, Örn Ævar, Harald Heimis, Ottó Sigurðs, Sigurpál Sveins, Ómar Halldórs bara á síðustu 3 árum. Því er ekki raunhæft að velja eftir mótunum í alla staði vegna þess að meginþorri landsliðsins undanfarið á hefði kannski ekki átt möguleika. Annars er nú raunin sú að ekki eru alltaf allir ánægðir með val landsliðsþjálfarans en hann stendur og fellur væntanlega með ákvörðunum sínum, ef liðið spilar illa og það má rekja það til þjálfara þá hlýtur GSÍ að láta hann taka poka sinn. Því er rétt þegar skrifaðar eru greinar í blöð að allur sannleikur sé látinn koma þar fram, en ekki hlutdrægar skoðanir sem eru svo birtar sem skrif blaðamanns, það hefur aldrei verið til góðs