Eins og sjálfsagt allir kylfingar vita er Íslenska landsliðið að keppa á evrópumóti áhugamanna í Svíþjóð núna.

Strákarnir spiluðu stórkostlega í vikunni í höggleiknum og komu sér inn á meðal A-þjóða (efstu 8). Ekki nóg með það heldur brutu þeir blað í sögu íþróttarinnar þegar þeir lögðu af velli Svía í gær (5/7) og eru komnir í undanúrslit mótsins, frábær árangur hjá strákunum og Staffan á heiður skilið fyrir gríðarlega uppbyggingu, en við skulum ekki gleyma járnkallinum Ragnari Ólafssyni sem er captainn fyrir strákana.

Ég sendi baráttukveðjur til strákanna og gangi ykkur vel á móti Írum

Áfram Ísland