Fyrst margir hafa verið að tala um að atvinnumenn ættu ekki að fá að vera með í mótum hér heima er kannski rétta ð henda málinu niður og reyna að líta á það frekar í ljósi þeirra afleiðinga sem ég held að það eigi eftir að hafa í för með sér.
Í fyrsta lagi þá held ég að á næstunni komi menn til með að verða atvinnumenn þar sem nú stoppar þá ekkert í því að vera með í öllum þeim mótum sem þeir vilja. Það sem ég held að gerist er það að margir af bestu kylfingum landsins komi til með að afsala sér áhugamannaréttindunum og gerast atvinnumenn með það í huga að auðveldara verði að afla sér peninga með því. Þeir geta enn fengið sýna styrktarsamninga þar sem þéir eru í mótunum hér heima og eru þar af leiðandi enn góð auglýsing, og það sem mestu máli skiptir er það að nú geta þeir kennt íþróttina og fengið borgað fyrir. 1800 krónur á hálftímann er eitthvað sem margir líta hýru auga á sem einfalda kvöldvinnu þar sem þekkingin er svo sannarlega til staðar hjá okkar bestu áhugamönnum. Það sem svo gerist er að landsliðið tapar mönnum og fyrr en varir verða eftir fáir af þeim bestu sem áður héldu liðinu uppi með oft góðum árangri svo litið sé bara til HM áhugamanna í fyrra.
Ég held að GSÍ hafi þarna skotið sig í fótinn og verði að hugsa sig aðeins um áður en hlaupið er út í aðgerðir sem mér finnst oft til komnar frá háttsettum einstaklingum sem hafa verið að leggja til að mynda peninga í atvinnumenn hér áður. En þetta eru einvörðungu mínar skoðanir og geta verið rangar eins og allt annað en mé þætti gaman að fá að heyra ykkar skoðanir á þessu.