Mikil umræða hefur farið fram vegna EM unglinga á Íslandi 2002. Þá sérstaklega vegna staðsetningu á mótinu. GSÍákvað á dögunum að gefa GR kost á því að halda mótið og standa þeir vel að því. Miklar framkvæmdir standa yfir á vellinum og nýtt og stórt æfingarsvæði kemur til með að líta dagsins ljós fyrir mótið. Það sem menn hafa verið að kvarta yfir hvað mest er af hverju GR fær alltaf öll mót!! Það er reyndar ekki satt, þar sem alþjóðamót sem haldin hafa verið á ‘Islandi undanfarin ár hafa farið vítt um land. NM karla í GV Norðurlandamót ungl. í GA og GS o.s.frv. Annars heyrði ég líka sagt að þar færu peningar fyrir. Að vísu er rétt að mikið er upp úr slíku móti að hafa. Sama hvernig menn reyna að neita því og segja að jafnvel tap sé að halda slíkt mót er fyrra. En eitt er víst að GR-ingar hafa mjög keppnishæfan völl til að spila á og ég vona að mótið komi til með að rífa upp golfið á ’Islandi í framtíðinni