Núna eru sveitakeppnir Golfsambands Íslands í fullum gangi um síðustu helgi voru háðar keppnir unglinga og vill ég nota tækifærið og óska sigurvegurum jafnt sem öllum keppendum til hamingju með sigur og þáttöku. Mikil keppni hefur verið háð hin síðustu ár og margar sveitir hafa iðulega lagt til keppni. Því miður virðist þróunin þó sú að liðum hefur fækkað og var til að mynda einungis 9 lið skráð til keppni í 16-18 ára flokki, þar af voru sumir klúbbar með A og B lið.
Eitthvað virðist vanta að krakkar skili sér í keppnisgolf hin síðari ár og er það áhyggjuefni fyrir golfhreyfinguna á meðan iðkendum fjölgar þá fækkar afrekskylfingum í yngri flokk. Taka verður höndum saman og styrkja innri mál klúbbana sem eiga að sjá um fræðslu og kennslu í þessum efnum enda á það að vera markmið golfklúbba að halda úti sem bestum kylfingum á sínum snærum og hlýtur að vera hægt að nýta góðan árangur kylfinga sem markaðsetningu í golfinu. Líta má á góðan árangur norðanmanna í golfi og fjölgun krakka í sumarskólum G.A. en þó hafa þeir ekki staðið sig í að halda utan um afrekskylfingana og sendu ekki sveit í 16-18 ára flokk.

Einnig má um kenna dræmum árangri unglingalandsliðs Íslands undanfarin ár því að ekki er nógu vel séð um þessi mál, og mætti fara að endurskoða afreksstefnu Golfsambandsins og klúbbanna á landsbyggðinni.