Núna styttis í sumarið og fleiri og fleiri skylfingar flykkjast til að dusta rykið af kylfunum sem setið hafa einmana í skúrnum í nokkra mánuði. Aðsókn að t.d. Sporthúsinu hefur aukist jafnt og þétt og gera margir sér leið til æfinga. Klúbbarnir af höfuðborgarsvæðinu eru margir með tíma í húsinu og er gaman að sjá hvernig æskan virðist taka vel í íþróttina. T.d. var ég staddur þar þegar tugir ungir og efnilegir krakkar voru mættir á æfingu hjá GK, hjá Herði Arnars um daginn.

Þeir sem ekki eru enn kominir í gírinn fyrir sumarið ættu að fara að huga að kylfunum fljótlega, því fyrr sem byrjað er að sveifla því auðveldara verður golfið í byrjun árs. Ég minni á grein sem ég sendi inn fyrir áramótin þar sem ég tíunda hvernig vel er hægt að standa að málunum og auka getuna á sumrinu sem er að koma sem í framhaldinu leiðir af sér mun ánægjulegri tíð.

Framundan er spennandi sumar sem kylfingar eru farnir að bíða spenntir eftir. Unglingalandsliðið er nýkomið frá USA þar sem þeir voru við æfingar hjá Staffani landsliðsþjálfara og er víst að sveitakeppnin verður spennandi í ár og væri gaman að heyra frá ykkur hvernig þið teljið að hún fari.

Hlakka til að sjá ykkur í sumar

Quadro